Fréttir

Skíðaæfingar í alpagreinum

4. desember 2012

Skíðaæfingar eru nú hafnar í alpagreinum hjá Skíðafélasi Ísfirðina. Í vetur verða æfingarnar sem hér segir:

 

SFÍ 10-12 ára 

 

Þriðjudaga     16:45-18:45

Miðvikudaga   16:45-18:45

Föstudaga    16:45-18:45

Laugardaga   11:00-13:00

Sunnudaga    11:00-13:00

 

Þjálfari er Gauti Geirsson og er símsvari hjá honum 878-3400


Íþróttaskóli HSV

 

Miðvikudaga     17:15-18:45

Laugardaga    12:00-13:30

Sunnudaga     12:00-13:30

 

Æfingar hefjast Miðvikudaginn 5. desember

 

Þjálfarar í vetur verða þau Fanney Pálsdóttir, Hafrún Jakobsdóttir og Anton Helgi Guðjónsson.

 

Æfingar eru haldnar á fyrrgreindum dögum, þegar skíðasvæðið er opið. Gott er að hringja í símsvara þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. Símsvari skíðasvæðisins er 878-1011.

 

Hægt er að fá lánaðan búnað (skíði, stafi, skó,hjálma) í skíðaskála.

 

Börnin þurfa að vera með aðgangskortið á sér og fæst það í skíðaskálanum og kostar 1.000kr, þeir sem eiga kortið frá síðasta vetri  þurfa að fá áfyllingu á kortið og er það án endurgjalds.

 

Allir Velkomnir      

Nánar

Skíðaæfingar alpagreina

30. nóvember 2012

Skíðasvæðið í Tungudal opnar föstudaginn 30. nóvember kl 15.30 og verður frítt í lyftur þann dag, eftir það verður rukkað inn á svæðið. Þar sem elstu iðkendur félagsins (15 ára og eldri) eru á leið til Noregs í æfinfgaferð þá munu iðkendur 13-14 ára æfa með 10-12 ára hópnum fyrst um sinn.


Þjálfari 10-12 ára í vetur verður Gauti Geirsson en hann þjálfaði einnig sama hóp síðastliðin vetur. Æingar munu hefjast strax fyrsta dag og eru frá 16:30-18:30 og svo verða æfingar á laugardag og sunnudag frá 11:00-13:00. Stefnt er að æfingum hjá þessum hóp 5 sinnum í viku .

 

Æfingar íþróttaskóla HSV í alpagreinum (1.- 4. bekkur) munu svo hefjast strax eftir helgi og verða nánari upplýsingar um æfingartíma hjá þeim settar hér inn og einnig sent foreldrum í gegnum vefpóstkerfi íþróttaskólans. Þjálfarar alpagreina íþróttaskólans verða Fanney Pálsdóttir, Hafrún Jakobsdóttir og Anton helgi Guðjónsson.


Alpanefndin hvetur því alla að fara nú í geymsluna og dusta rykið af skíðunum og bregða sér í Tungudalinn.

Alpanefnd SFÍ

Nánar

Skiptimarkaður

28. nóvember 2012

Hinn árlegi skiptimarkaður Skíðafélagsins, verður nú haldinn laugardaginn 1. desember.

Markaðurinn verður á 1. hæð Stjónsýsluhússins í húsnæði Íslandsbanka (þar sem Símabúðin var áður).

 

Tekið verður við búnaði frá klukkan 11 um morguninn en markaðurinn hefst svo klukkan 12. Opið verður til klukkan 16.

 

Viljum benda á að markaðurinn er þennan eina dag og hvetjum því alla til að kíkja yfir búnaðinn sinn og meta hvað þarf að skipta út fyrir komandi vertíð.

Nánar

Haustæfingar og æfingagjöld

1. nóvember 2012
Á skíðum skemmti ég mér. Mynd: Benedikt Hermannsson
Á skíðum skemmti ég mér. Mynd: Benedikt Hermannsson

Haustæfingar hafa nú staðið yfir í allt haust. Þjálfarar eru þær Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.  Að auki þjálfar Kristján Flosason 13+ einu sinni í viku.

Vala þjálfar 10 - 12 ára og 13+ í göngu en Sigga Lára þjálfar 13+ alpa.

 

Æfingatímar 10 - 12 ára eru sem hér segir:

Þriðjudaga 16:30 - 17:40

Fimmtudaga 16 - 17

Föstudaga 16:30 - 17:40

Allar æfingarnar eru í Íþróttahúsinu við Austurveg, en stundum byrja þær á útihlaupi.

 

Æfingatímar 13+ eru aðeins breytilegir og því gott að hafa samband við þjálfara ef þörf er á upplýsingum um næstu æfingu.

 

Stjórn SFÍ hefur ákveðið að hækka ekki æfingagjöldin í ár og því verða æfingagjöld haustannar sem hér segir:

10 - 12 ára 15.000 krónur

13+ 20.000 krónur.

Nánar

Styrktaraðilar