Fréttir

SFÍ gangan á miðvikudaginn

1. febrúar 2016 Heimir Hansson

SFÍ gangan fer fram á Seljalandsdal á miðvikudaginn kl. 18. Gengið verður með hefðbundinni aðferð og verða vegalengdir sem hér segir:

  • 7 ára og yngri:                  u.þ.b. 600 m
  • 8 ára:                              u.þ.b. 800 m
  • 9 ára:                             1,5 km
  • 10-11 ára:                        2,5 km
  • 12-13 ára:                        5 km
  • Allir 14 ára og eldri:         10 km

 

Ath að stefnt er að því að nota 5 km hringinn úr Fossavatnsgöngunni ef aðstæður leyfa. Í honum er engin „Mazzabeygja“ og talsvert minna klifur en í venjulega keppnishringnum.


Skráning verður á staðnum og ekkert þátttökugjald. Fólk er beðið að mæta tímanlega til skráningar.

 

Eins og fyrr segir hefst gangan kl. 18 og verða aldursflokkar 11 ára og yngri kláraðir fyrst. Í þessum flokkum veður ræst með einstaklingsstarti og ekki er tímataka í flokkum 9 ára og yngri.

 

Í flokkum 12 ára og eldri verður hópstart, líklega í þremur ráshópum með 5 mínútna millibili. 

 

Fólk er hvatt til að taka með sér bakkelsi og leggja í hlaðborð, sem við gæðum okkur á að göngu lokinni.

Nánar

Bikarmótinu í skíðagöngu lokið

24. janúar 2016 Heimir Hansson

Nú í dag lauk bikarmóti SKÍ í skíðagöngu, sem staðið hefur síðan á föstudag. Á lokadeginum var keppt með frjálsri aðferð og voru keppendur ræstir með einstaklingsstarti. Vegna bilunar hefur reynst erfitt að birta úrslit hér á síðunni, en fólki er bent á að nálgast þau á Facebook síðunum "Skíðafélag Ísfirðinga allir iðkendur og foreldrar" eða "Umræðuhópur um skíðagöngu". Úrslitin verða svo birt hér á snjor.is um leið og hægt er.

Nánar

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu: úrslit í skiptigöngu

23. janúar 2016 Heimir Hansson

Nú er lokið öðrum keppnisdegi á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Ísafirði. Í dag var keppt í skiptigöngu og gilti gangan til Íslandsmeistaratitils í flokkum 16 ára og eldri. Sjá úrslit í meðfylgjandi skjaliÚrslit dagsins má sjá hér.

 

Nánar

Bikarmót SKI í skíðagöngu: úrslit í sprettgöngu

22. janúar 2016 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hófst á Seljalandsdal nú undir kvöld með keppni í 1,6 km sprettgöngu. Veður og aðstæður voru með besta móti og keppendur ríflega þrjátíu talsins, frá fimm héruðum. Úrslitin má skoða hér.

Nánar

Íþróttamaður ársins: Albert og Anna María tilnefnd

18. janúar 2016 Heimir Hansson

Skíðafélag Ísfirðinga hefur tilnefnt fulltrúa sína í kjörinu um íþróttamann ársins í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2015. Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum, þ.e.a.s. íþróttamaður ársins og efnilegasti íþróttamaður ársins.  

 

Skíðagöngumaðurinn Albert Jónsson er tilnefndur í kjörinu um íþróttamann ársins. Albert var mjög sigursæll á nýliðnu ári, varð m.a. þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki og var valinn til að keppa fyri Íslands hönd á Ólympíudögum æskunnar, auk þess að vera valinn í U-21 úrvalslið Skíðasambands Íslands.

 

Anna María Daníelsdóttir, sem einnig keppir í skíðagöngu, er fulltrúi félagsins í kjörinu á efnilegasta íþróttamanni sveitarfélagsins. Anna María varð þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki á síðasta ári, auk þess að verða bikarmeistari Skíðasambands Íslands. Þá varð hún einnig fyrst kvenna í mark í 25 km vegalengd Fossavatnsgöngunnar 2015.

 

Úrslit í kjörinu verða tilkynnt í athöfn nú síðar í mánuðinum. 

Nánar

Styrktaraðilar