Fréttir

UMÍ sett á morgun

22. mars 2018 Daniel Jakobsson

Góðan dag.

 

Veðurhorfur miklu betri

Það er ágætis spá fyrir laugardag – mánudag. Veðrið á morgun er hinsvegar ekkert spes þannig að gefið ykkur rúman tíma í ferðalög.

Við minnum á að heiðarnar, Þröskuldar og Steingrímsfjarðarheiði eru þjónustaðar til klukkan 19. Þannig að það er fínt að vera komin yfir þær þá.

 

Ertu búinn að skoða uppfærða dagskrá.

Við höfum aðeins hnikað til tímasetningum. Endilega fylgist mér hér.

 

Skíðakveðja að westan.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Fyrir hönd mótsstjórnar820 6827

Nánar

Skráningarfrestur rennur út 16. mars.

13. mars 2018 Daniel Jakobsson

UMI sett föstudaginn 23. mars n.k.

Unglingameistaramót Íslands á skíðum verður á Ísafirði 23. -26. mars næstkomandi. Keppt verður frá laugardegi til mánudags. Búið er að gera heimasíðu fyrir mótið, þar sem nálgast má ýmis gögn. Slóðin er www.snjor.is og þar er flipi efst, UMI 2018. Við erum einnig með facebooksíðu en hún er UMÍ18 – Ísafjörður

 

Snjóalög eru með eindæmum góð og vonir standa til að allir bakkar og brautir verði opnir. Á næstu dögum verða sett inn myndir af keppnisbökkum og göngubrautum á heimasíðu mótsins.

 

Skráningarfrestur til 16. mars

Við minnum á að skráningarfrestur rennur út 16. mars og því fer hver að verða síðastur til að senda inn skráningar. Skráningar eiga að berast á þar til gerðu formi sem finna má hér. Þarna má einnig finna lista yfir skráða keppendur. Skráningar má senda á snjor@snjor.is. Ef einhver félög ætla ekki að senda keppendur í sameiginlegar máltíðir þá væri gott að vita það. SKI mun annast innheimtu skráningargjalda.

 

Dagskrá getur breyst

Dagskrá mótsins má finna á heimasíðu mótsins. Hún getur tekið breytingum. Bæði tímasetningar og staðsetning viðburða, endilega athugið hana reglulega með uppfærslur. T.d. er líklegt að setning verði ekki á Byggðasafni Vestfjarða.

 

Mótsstjórn

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við mótsstjórn en í henni eru.

Daníel Jakobsson formaður og leikstjóri skíðagöngu, daniel@hotelisafjordur.is s. 820 6827

Margrét Halldórsdóttir leikstjóri alpagreinar, marghal1969@gmail.com s. 862 1855

Gunnar Bjarni Gumundsson, gunnibj@gmail.com s. 897 2932

Hafdís Gunnarsdóttir, hafdisgun@gmail.com s. 861 4691 og

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir hsv@hsv.is s. 863 8886

Nánar

UMÍ á Ísafirði 23. - 26. mars 2018

21. desember 2016 Daniel Jakobsson

Unglingameistarmót Íslands á skíðum og snjóbrettum verður haldið á Ísafirði 22. - 25. mars 2017

Í undirbúningsnefnd mótsins eru.

Daníel Jakobsson formaður, daniel@hotelisafjordur.is s. 820 6827

Gunnar Bjarni Gumundsson, gunnibj@gmail.com s. 897 2932

Hafdís Gunnarsdóttir, hafdisgun@gmail.com s. 861 4691

Margrét Halldórsdóttir, marghal1969@gmail.com s. 862 1855 og

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir hsv@hsv.is s. 863 8886

 

 

Unglingameistaramót Íslands 2018 á skíðum
Ísafirði 23. – 26. mars 2018

Mótsboð
Skíðafélag Ísfirðinga mun halda Unglingameistaramót Íslands á skíðum dagana 23. – 26. mars n.k. Öllum aðildarfélögum Skíðasambands Íslands er hér með boðið að taka þátt.

Skráningarfrestur er til 16. mars n.k. og skulu skráningar berast í tölvupósti á snjor@snjor.is í meðfylgjandi skjali. Keppnisgjöld eru innheimt skv. gjaldskrá SKI fyrir alla keppnisdagana og fyrir sameiginlegan mat á laugardagskvöldinu kr. 1.500 kr. á mann. Skráningar sem berast eftir 16. mars eru samþykktar sé það mögulegt gegn viðbótargjaldi sem er 1.500 kr. á mann.

Á heimasíðu mótsins má finna ýmsar upplýsingar en slóðin er snjor.is/umi. Hægt er að fá aðstoð við að finna gistingu á Upplýsingamiðstöð Vestfjarða s. 450 6080 netfang, upplysingamidstod@isafjordur.is


Daníel Jakobsson,
formaður undirbúningsnefndar UMI 2018

Nánar

Styrktaraðilar