Sjoppuvaktir

Hér má sjá sjoppuvaktir vetrarins. Þeir sem ekki hafa nú þegar skráð sig á vakt hafið samband við starfsmann í síma 861-5260 eða solrun@snerpa.is eða Kristínu Ósk 898-5456.

Heimir Hansson | mivikudagurinn 3. febrar2016

SF gngunni fresta

Ákveðið hefur verið að fresta SFÍ göngunni, sem fram átti að fara nú í kvöld. Það er hvasst og skafrenningur á Seljalandsdal og gera spár ráð fyrir að enn muni bæta í vind þegar líður að kvöldi.  Stefnt er að því að halda mótið næstkomandi þriðjudag, 9. febrúar kl. 18:00. Þau sem búin voru að baka geta því stungið kökunum í frysti yfir helgina!!

Heimir Hansson | mnudagurinn 1. febrar2016

SF gangan mivikudaginn

SFÍ gangan fer fram á Seljalandsdal á miðvikudaginn kl. 18. Gengið verður með hefðbundinni aðferð og verða vegalengdir sem hér segir:

  • 7 ára og yngri:                  u.þ.b. 600 m
  • 8 ára:                              u.þ.b. 800 m
  • 9 ára:                             1,5 km
  • 10-11 ára:                        2,5 km
  • 12-13 ára:                        5 km
  • Allir 14 ára og eldri:         10 km

 

Ath að stefnt er að því að nota 5 km hringinn úr Fossavatnsgöngunni ef aðstæður leyfa. Í honum er engin „Mazzabeygja“ og talsvert minna klifur en í venjulega keppnishringnum.


Skráning verður á staðnum og ekkert þátttökugjald. Fólk er beðið að mæta tímanlega til skráningar.

 

Eins og fyrr segir hefst gangan kl. 18 og verða aldursflokkar 11 ára og yngri kláraðir fyrst. Í þessum flokkum veður ræst með einstaklingsstarti og ekki er tímataka í flokkum 9 ára og yngri.

 

Í flokkum 12 ára og eldri verður hópstart, líklega í þremur ráshópum með 5 mínútna millibili. 

 

Fólk er hvatt til að taka með sér bakkelsi og leggja í hlaðborð, sem við gæðum okkur á að göngu lokinni.

Heimir Hansson | sunnudagurinn 24. janar2016

Bikarmtinu skagngu loki

Nú í dag lauk bikarmóti SKÍ í skíðagöngu, sem staðið hefur síðan á föstudag. Á lokadeginum var keppt með frjálsri aðferð og voru keppendur ræstir með einstaklingsstarti. Vegna bilunar hefur reynst erfitt að birta úrslit hér á síðunni, en fólki er bent á að nálgast þau á Facebook síðunum "Skíðafélag Ísfirðinga allir iðkendur og foreldrar" eða "Umræðuhópur um skíðagöngu". Úrslitin verða svo birt hér á snjor.is um leið og hægt er.

Heimir Hansson | laugardagurinn 23. janar2016

Bikarmt SK skagngu: rslit skiptigngu

Nú er lokið öðrum keppnisdegi á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Ísafirði. Í dag var keppt í skiptigöngu og gilti gangan til Íslandsmeistaratitils í flokkum 16 ára og eldri. Sjá úrslit í meðfylgjandi skjaliÚrslit dagsins má sjá hér.

 

Heimir Hansson | fstudagurinn 22. janar2016

Bikarmt SKI skagngu: rslit sprettgngu

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hófst á Seljalandsdal nú undir kvöld með keppni í 1,6 km sprettgöngu. Veður og aðstæður voru með besta móti og keppendur ríflega þrjátíu talsins, frá fimm héruðum. Úrslitin má skoða hér.

Fyrri sa
1
234567303132Nsta sa
Sa 1 af 32
Vefumsjn