Sjoppuvaktir

Hér má sjá sjoppuvaktir vetrarins. Þeir sem ekki hafa nú þegar skráð sig á vakt hafið samband við starfsmann í síma 861-5260 eða solrun@snerpa.is eða Kristínu Ósk 898-5456.

Kristín Ósk Jónasdóttir | mánudagurinn 1. desember 2014

Skíđamarkađur

Hinn árlegi skíðamarkaður Skíðafélgs Ísfirðinga verður haldinn laugardaginn 6. desember í Neista (Landsbanka bilinu). Markaðurinn hefst klukkan 12:00 og stendur til klukkan 15:00.  Hvetjum þá sem ætla að selja hluti á markaðnum að koma snemma.

Undirritaðar sjá um framkvæmd markaðarins, en óska eftir liðsinni skíðamanna, bæði frá alpa og göngu. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið hafi samband við Siggu Láru á netfanginu f12@simnet.is eða í síma 863 8886.

 

Kristín og Sigga Lára

Kristbjörn R. Sigurjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2014

Mótaskrá göngumanna 2014-2015

Nú þegar snjórinn fer alveg að detta inn fyrir alvöru er rétt að benda á að við höfum sett inn nýja mótaskrá göngumann fyrir veturinn 2014-2015.  Hún er undir flipanum ganga/mótaskrár hér til hliðar

Heimir Hansson | ţriđjudagurinn 20. maí 2014

Ađalfundur SFÍ

Aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga fer fram í skíðaskálanum í Tungudal mánudaginn 2. júní. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf:

 

  • skýrsla stjórnar
  • reikningar félagsins
  • kosning stjórnar
  • önnur mál

 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Heimir Hansson | mánudagurinn 14. apríl 2014

Ársgeirsmót í svigi á skírdag

Ásgeirsmótið í svigi verður haldið fimmtudaginn 17. april næstkomandi - skírdag. Það verður jafnframt síðasta heimamót vetrarins í alpagreinum. Mótið er haldið til minningar um Ásgeir Kristján Karlsson skipstjóra frá Hnífsdal sem fórst með m/b Svani í desember 1966. Aðal verðlaun mótsins eru Ásgeirsbikararnir, farandgripir sem keppt er um bæði í karla- og kvennaflokki. Bikarinn sem karlarnir keppa um var gefinn af Jens Hjörleifssyni, en afkomendur Ásgeirs gáfu gripinn sem konurnar keppa um. Öll önnur verðlaun eru gefin af 3X Technoloy.  Mótið fór fyrst fram árið 1967 og var mótshaldari hið fornfræga íþróttafélag Reynir í Hnífsdal.

 

Keppt verður í bakka 3 í Miðfelli. Mótið er opið öllum sem vilja og geta skíðað í braut niður bakka 3. Afhending númera er við Miðfellsskúr kl:10:30 og skoðun brautar í framhaldi af því.

 

Start 9ára og eldri kl:11:00, 2 ferðir.
Start 8 ára og yngri kl:11:45, 2 ferðir.

 

Verðlaunaafhending verður við skíðaskálann umkl:13:00

 

Skrá þarf alla þáttakendur og skulu skráningar sendast á netfangið siggiogragga@internet.is fyrir kl 18, þriðjudaginn 15. apríl. Einnig er hægt að skrá sig í sjoppunni í skíðaskálanum. Skrá þarf nafn og fæðingarár.

Heimir Hansson | mánudagurinn 14. apríl 2014

Skíđablađiđ í rafrćnni útgáfu

Skíðablaðið 2014 kom út nú fyrir helgi og ætti að hafa borist inn á öll heimili bæjarins, auk þess sem það liggur frammi á all mörgum fjölförnum stöðum. Blaðið er einnig aðgengilegt á rafrænu formi hér á snjor.is. Í rafrænu útgáfunni er að finna allt það efni sem birtist í pappírsútgáfunni og að auki er þar myndaþáttur frá ýmsum tímum í starfi Skíðafélags Ísfirðinga, grein um rétta líkamsbeitingu á skíðum og kynning á starfsfólki skíðasvæðisins. Til að opna rafrænu útgáfuna þarf að smella á hlekkinn „Skíðablaðið“ hér til vinstri.

Fyrri síđa
1
234567252627Nćsta síđa
Síđa 1 af 27
Vefumsjón