Sjoppuvaktir

Hér má sjá sjoppuvaktir vetrarins. Þeir sem ekki hafa nú þegar skráð sig á vakt hafið samband við starfsmann í síma 861-5260 eða solrun@snerpa.is eða Kristínu Ósk 898-5456.

Heimir Hansson | ţriđjudagurinn 20. maí 2014

Ađalfundur SFÍ

Aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga fer fram í skíðaskálanum í Tungudal mánudaginn 2. júní. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf:

 

  • skýrsla stjórnar
  • reikningar félagsins
  • kosning stjórnar
  • önnur mál

 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Heimir Hansson | mánudagurinn 14. apríl 2014

Ársgeirsmót í svigi á skírdag

Ásgeirsmótið í svigi verður haldið fimmtudaginn 17. april næstkomandi - skírdag. Það verður jafnframt síðasta heimamót vetrarins í alpagreinum. Mótið er haldið til minningar um Ásgeir Kristján Karlsson skipstjóra frá Hnífsdal sem fórst með m/b Svani í desember 1966. Aðal verðlaun mótsins eru Ásgeirsbikararnir, farandgripir sem keppt er um bæði í karla- og kvennaflokki. Bikarinn sem karlarnir keppa um var gefinn af Jens Hjörleifssyni, en afkomendur Ásgeirs gáfu gripinn sem konurnar keppa um. Öll önnur verðlaun eru gefin af 3X Technoloy.  Mótið fór fyrst fram árið 1967 og var mótshaldari hið fornfræga íþróttafélag Reynir í Hnífsdal.

 

Keppt verður í bakka 3 í Miðfelli. Mótið er opið öllum sem vilja og geta skíðað í braut niður bakka 3. Afhending númera er við Miðfellsskúr kl:10:30 og skoðun brautar í framhaldi af því.

 

Start 9ára og eldri kl:11:00, 2 ferðir.
Start 8 ára og yngri kl:11:45, 2 ferðir.

 

Verðlaunaafhending verður við skíðaskálann umkl:13:00

 

Skrá þarf alla þáttakendur og skulu skráningar sendast á netfangið siggiogragga@internet.is fyrir kl 18, þriðjudaginn 15. apríl. Einnig er hægt að skrá sig í sjoppunni í skíðaskálanum. Skrá þarf nafn og fæðingarár.

Heimir Hansson | mánudagurinn 14. apríl 2014

Skíđablađiđ í rafrćnni útgáfu

Skíðablaðið 2014 kom út nú fyrir helgi og ætti að hafa borist inn á öll heimili bæjarins, auk þess sem það liggur frammi á all mörgum fjölförnum stöðum. Blaðið er einnig aðgengilegt á rafrænu formi hér á snjor.is. Í rafrænu útgáfunni er að finna allt það efni sem birtist í pappírsútgáfunni og að auki er þar myndaþáttur frá ýmsum tímum í starfi Skíðafélags Ísfirðinga, grein um rétta líkamsbeitingu á skíðum og kynning á starfsfólki skíðasvæðisins. Til að opna rafrænu útgáfuna þarf að smella á hlekkinn „Skíðablaðið“ hér til vinstri.

Heimir Hansson | föstudagurinn 4. apríl 2014

Frábćr árangur göngukrakka á UMÍ

Krakkarnir úr skíðagönguliði SFÍ stóðu sig frábærlega á Unglingameistarmóti Íslands í skíðaíþróttum, sem fram fór á Davík og Ólfsfirði um síðustu helgi.  Uppskeran varð hvorki meira né minna en 12 gullverðlaun, 10 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun.

 

Systkinin Auður Líf Benediktsdóttir og Dagur Benediktsson náðu bæði fullu húsi og unnu þrefalt í sínum aldursflokkum og það sama gerði Unnur Eyrún Kristjánsdóttir. Þau Unnur og Dagur keppa í flokki 14-15 ára en Auður Líf í flokki 12-13 ára. Þá vann Pétur Ernir Svavarsson einnig gullverðlaun í göngu með frjálsri aðferð í flokki 12-13 ára. Pétur vann að auki ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Í sama aldursflokki hlaut Mikolaj Ólafur Frach eitt silfur og eitt brons. Anna María Daníelsdóttir keppti einnig í flokki 12-13 ára og hlaut tvö silfur og eitt brons. Í aldursflokki 14-15 ára hlutu þau Jóhanna María Steinþórsdóttir og Sigurður Hannesson þrenn silfurverðlaun hvort. 

 

Í boðgöngu er ekki skipt í aldursflokka heldur er keppt í einum flokki drengja og einum flokki stúlkna. Skemmst er frá því að segja að Ísfirðingar sigruðu í báðum göngunum. Í stúlknaflokki skipuðu sigursveitina þær Anna María Daníelsdóttir, Unnur Eyrún Kristjánsdóttir og Auður Líf Benediktsdóttir. Í öðru svæti varð  B sveit SFÍ með þær Kolfinnu Írsi Rúnarsdóttur, Jóhannönnu Maríu Steinþórsdóttur og Jóhönnu Jóhannsdóttur innanborðs. Í sigursveit drengjanna gengu þeir Mikolaj Ólafur Frach, Sigurður Arnar Hannesson og Dagur Benediktsson.

 

Að móti loknu voru krýndir bikarmeistarar Skíðasambands Íslands, en sá titill er veittur fyrir bestan heildar árangur vetrarins. Auður Líf Benediktsdóttir varð bikarmeistari í 12-13 ára flokki og þau Sigurður Hannesson og Unnur Eyrún Kristjánsdóttir hlutu titilinn í flokki 14-15 ára. Loks hlaut SFÍ verðlaun fyrir að vera stigahæsta skíðagöngulið landsins í vetur. Sannarlega frábær árangur og við getum verið stolt af öllum þeim glæsilegu krökkum sem æfa hjá félaginu. 

 

 

 

Kristín Ósk Jónasdóttir | miđvikudagurinn 2. apríl 2014

Púkamót Íslandsbanka

Nú er loksins komið að því að veðurguðirnir lofa okkur að halda Púkamót Íslandsbanka. Keppt verður bæði á Seljalandsdal og í Tungudal og eru keppendur iðkendur fæddir árið 2000 og síðar.

 

Í Tungudal veður keppt í Kerlingabrekkunni og endar brautin rétt fyrir ofan barnalyftuna. Það er því auðvelt fyrir fólk að mæta til að fylgjast með keppninni sem hefst klukkan 17:15. Athugið að keppendur mæta fyrr.

 

Á Seljalandsdal veður keppt á gönguskíðum og eru keppendur þar beðnir um að mæta klukkan 17:00.

 

Allir keppendur fá glaðning frá Íslandsbanka og jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í eldri flokkunum.

Fyrri síđa
1
234567252627Nćsta síđa
Síđa 1 af 27
Vefumsjón