Sjoppuvaktir

Hér má sjá sjoppuvaktir vetrarins. Þeir sem ekki hafa nú þegar skráð sig á vakt hafið samband við starfsmann í síma 861-5260 eða solrun@snerpa.is eða Kristínu Ósk 898-5456.

Kristbjrn R. Sigurjnsson | mivikudagurinn 25. mars2015

Vestfjararmt lengri vegalengd

Vestfjarðarmót í lengri vegalengd var haldið í blíðskaparveðri á Seljalandsdal 24/3/2015.

Úrslitin eru komin og finnur þú þau hér til vinstri undir dálknum  ´ganga´ 

Heimir Hansson | sunnudagurinn 15. mars2015

Htelmti hefst kl. 13:00

Nú er byrjað að moka veginn upp á Seljalandsdal og troða brautir. Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar hefst kl. 13:00.

Heimir Hansson | sunnudagurinn 15. mars2015

Htelmti athugun kl. 11

Það er enn svolítil óvissa varðandi Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar, sem til stendur að halda í dag. Nú er verið að skoða málin varðandi veginn upp á Seljalandsdal og almennt með veður og keppnisaðstæður þar uppfrá. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar um eða upp úr kl. 11.

Heimir Hansson | fstudagurinn 13. mars2015

Vestfjaramt Htels safjarar

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram á sunnudaginn kemur, 15. mars. Keppt verður í öllum aldursflokkum og eru vegalendir þessar:

 

9 ára og yngri:     1250 m ski-cross braut

10-11 ára:            2x1250 m ski-cross braut (mega skipta um skíði á milli hringja ef þau vilja)

12-13 ára:            2x2,5 km (1 hefðb. + 1 frjálst)

14-17 ára:            2x3,3 km (1 hefðb. + 1 frjálst)

18+:                    4x2,5 km (2 hefðb. + 2 frjálst)

 

ATH að í flokkum 12 ára og eldri er ski-cross braut fléttað inn í seinni hringinn, sem genginn er með frjálsri aðferð.

 

Keppnin hefst klukkan 12:00 og eru þátttakendur beðnir að mæta tímanlega til að skrá sig. Hótel Ísafjörður býður svo þátttakendum, starfsfólki og aðstandendum í kökuhlaðborð og verðlaunaafhendingu kl. 15:30 á sal hótelsins. 

Heimir Hansson | sunnudagurinn 8. mars2015

Bikarmt SK: Lokadagur, ganga me hefbundinni afer.

Í dag lauk þriggja daga bikarmóti SKÍ á Seljalandsdal. Gengið var með hefðbundinni aðferð og má finna úrslitin undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Athugið að hægt er að skoða myndir frá keppni laugardagsins hér: http://uv39.123.is/photoalbums/270322/

 

Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum, starfsfólki, áhorfendum og starfsmönnum skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fyrir afar ánægjulega helgi.

Fyrri sa
1
234567282930Nsta sa
Sa 1 af 30
Vefumsjn