Bikarmót í skíðagöngu

Bikarmót í skíðagöngu

6. mars 2015 Heimir Hansson

Nú um helgina fer fram bikarmót Skíðasambans Íslands í skíðagöngu á Seljalandsdal. Keppt er í aldursflokkum 12 ára og eldri. Athygli er vakin á því að gangan á laugardag gildir sem Íslandsmót í lengri vegalengdum í aldursflokkum 16 ára og eldri.

 

Dagkrá mótsins er þessi:

 

Föstudagur 6. mars kl. 18:00:

Sprettganga (hefðbundin aðferð) 1,2 km, hópstart, allir flokkar

 

Laugardagur 7. mars kl. 11:00:

Lengri vegalengdir (frjáls aðferð), hópstart. Ath. að í aldurflokkum 16 ára og eldri gildir þessi ganga sem Íslandsmeistaramót í lengri vegalengdum.

 

Sunnudagur 8. mars kl. 11:00:

Hefðbundin aðferð, einstaklingsstart.

 

Gert er ráð fyrir fremur slæmu veðri um og upp úr hádegi í dag, en vonir standa til þess að það gangi hratt yfir og raski ekki dagskrá mótsins. Fari hins vegar svo að gera þurfi breytingar á mótahaldinu verður tilkynnt um það hér á síðunni.

 

Styrktaraðilar