Skráningarfrestur rennur út 16. mars.

Skráningarfrestur rennur út 16. mars.

13. mars 2018 Daniel Jakobsson

UMI sett föstudaginn 23. mars n.k.

Unglingameistaramót Íslands á skíðum verður á Ísafirði 23. -26. mars næstkomandi. Keppt verður frá laugardegi til mánudags. Búið er að gera heimasíðu fyrir mótið, þar sem nálgast má ýmis gögn. Slóðin er www.snjor.is og þar er flipi efst, UMI 2018. Við erum einnig með facebooksíðu en hún er UMÍ18 – Ísafjörður

 

Snjóalög eru með eindæmum góð og vonir standa til að allir bakkar og brautir verði opnir. Á næstu dögum verða sett inn myndir af keppnisbökkum og göngubrautum á heimasíðu mótsins.

 

Skráningarfrestur til 16. mars

Við minnum á að skráningarfrestur rennur út 16. mars og því fer hver að verða síðastur til að senda inn skráningar. Skráningar eiga að berast á þar til gerðu formi sem finna má hér. Þarna má einnig finna lista yfir skráða keppendur. Skráningar má senda á snjor@snjor.is. Ef einhver félög ætla ekki að senda keppendur í sameiginlegar máltíðir þá væri gott að vita það. SKI mun annast innheimtu skráningargjalda.

 

Dagskrá getur breyst

Dagskrá mótsins má finna á heimasíðu mótsins. Hún getur tekið breytingum. Bæði tímasetningar og staðsetning viðburða, endilega athugið hana reglulega með uppfærslur. T.d. er líklegt að setning verði ekki á Byggðasafni Vestfjarða.

 

Mótsstjórn

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við mótsstjórn en í henni eru.

Daníel Jakobsson formaður og leikstjóri skíðagöngu, daniel@hotelisafjordur.is s. 820 6827

Margrét Halldórsdóttir leikstjóri alpagreinar, marghal1969@gmail.com s. 862 1855

Gunnar Bjarni Gumundsson, gunnibj@gmail.com s. 897 2932

Hafdís Gunnarsdóttir, hafdisgun@gmail.com s. 861 4691 og

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir hsv@hsv.is s. 863 8886

Styrktaraðilar