Fréttir

Bikarmót SKÍ: Fyrsti dagur, sprettganga.

6. mars 2015 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hófst á Seljalandsdal nú í kvöld. Fyrst á dagskránni var sprettganga og var keppt aldursflokkum 12 ára og eldri. Úrslit má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Á morgun, laugardag, verða svo gengnar lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og hefst keppni klukkan 11:00.

Nánar

Starti seinkað um klukkustund

6. mars 2015 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hefst í kvöld á Seljalandsdal eins og stefnt var að. Starti hefur þó verið seinkað til kl. 19. Annars mun dagskrá helgarinnar vonandi standast, en hana má sjá í fréttinni hér að neðan.

Nánar

Bikarmót í skíðagöngu

6. mars 2015 Heimir Hansson

Nú um helgina fer fram bikarmót Skíðasambans Íslands í skíðagöngu á Seljalandsdal. Keppt er í aldursflokkum 12 ára og eldri. Athygli er vakin á því að gangan á laugardag gildir sem Íslandsmót í lengri vegalengdum í aldursflokkum 16 ára og eldri.

 

Dagkrá mótsins er þessi:

 

Föstudagur 6. mars kl. 18:00:

Sprettganga (hefðbundin aðferð) 1,2 km, hópstart, allir flokkar

 

Laugardagur 7. mars kl. 11:00:

Lengri vegalengdir (frjáls aðferð), hópstart. Ath. að í aldurflokkum 16 ára og eldri gildir þessi ganga sem Íslandsmeistaramót í lengri vegalengdum.

 

Sunnudagur 8. mars kl. 11:00:

Hefðbundin aðferð, einstaklingsstart.

 

Gert er ráð fyrir fremur slæmu veðri um og upp úr hádegi í dag, en vonir standa til þess að það gangi hratt yfir og raski ekki dagskrá mótsins. Fari hins vegar svo að gera þurfi breytingar á mótahaldinu verður tilkynnt um það hér á síðunni.

 

Nánar

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar 1.mars 2015

25. febrúar 2015

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldin á Hótel Ísafirði,

sunnudaginn 1.mars kl. 17:00

 

1. Skýrsla stjórnar

2. Endurskoðaðir reikningar

3. Kosning stjórnar og formanns

4. Önnur mál.

 

Mætum öll og styrkjum góðan viðburð

Nánar

SFÍ gangan - önnur tilraun

17. febrúar 2015 Heimir Hansson

SFÍ gangan verður haldin miðvikudaginn 18. febrúar og hefst klukkan 18.00
Hefðbundin aðferð
Vegalengdir:
9 ára og yngri 0,8 km
10-11 ára 1,5 km
12-13 ára 2,5 km
14-15 ára 3,3 km
16-17 ára 6,6 km
18-34 ára 9,9 km
35-49 ára 9,9 km
50+ 9,9 km

Skráning hefst klukkan 17 og eru þátttakendur hvattir til að mæta tímanlega

Nánar

Styrktaraðilar