Fréttir

Skíðamót Íslands 2013 sett

4. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
1 af 4

Skíðamót Íslands 2013 var formlega sett við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju fyrr í kvöld. Þar voru saman komnir keppendur, aðstandendur keppenda og mótsins og aðrir velunnarar. Við setninguna töluðu Jóhanna Oddsdóttir formaður Skíðafélags Ísafjarðar, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaforseti Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Árni Rúdólf Rúdólfsson varaformaður stjórnar Skíðasambands Íslands setti mótið. Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ólympíufari stjórnaði dagskránni en einnig var boðið upp á tónlistaratriði, en Ísfirðingurinn Sunna Karen Einarsdóttir söng og spilaði á píanó. 

 

Í dag var einni keppt í sprettgöngu sem haldin var upp á Seljalandsdal nú seinni partinn í dag. Rennsli þótti sérstaklega gott og reyndist keppnin æsispennandi og munaði oft aðeins örfáum sekúndum á milli keppenda.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningu mótsins fyrr í kvöld af Benedikt Hermannssyni.

Nánar

Lifandi tímataka í skíðagöngu

4. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Á morgun föstudag verður keppt í skíðagöngu karla og kvenna með frjálsri aðferð. Hægt verður að fylgjast með keppni í skíðagöngu á netinu alla dagana með því að fara inn á heimasíðu lifandi tímatöku skíðagöngunnar með því að smella hér.

Nánar

Lifandi tímataka í alpagreinum

4. apríl 2013 Hjalti Karlsson

Á morgun föstudag hefst keppni í alpagreinum á svigi kl. 10.00. Lifandi tímataka verður á vefnum í gegnum hugbúnað FIS-livetiming. Með því að velja hér á heimasíðunni hnappinn með skeiðklukkunni mun vefviðmót birtast sem sýnir stöðu keppni. Einnig er hægt að nálgast tímatöku í gegnum heimasíðu FIS (www.fis-ski.com) og velja live-timing. Sérstakt snið fyrir farsíma má finna á: http://mobile.fisski.com.

Nánar

Starfsmenn alpagreina á landsmóti, tímasetningar

4. apríl 2013 Hjalti Karlsson

Mæting er hjá brautarstarfsmönnum, tímavörðum, markstarfsmönnum og ræsi kl. 6:45 á föstudag og sunnudag en kl. 6:15 á laugardag. Hliðverðir, slysavakt og yngri brautarstarfsmenn mæta kl. 9:00 á föstudag og sunnudag en kl. 8:30 á laugardag. Kynnir þarf að vera mættur kl. 8:45 á föstudag og sunnudag en kl. 8:15 á laugardag.

Sjá starfsmannalista hér.


Meira Nánar

Skíðamót Íslands 2013 sett í dag

4. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Skíðamót Íslands 2013 verður sett í Ísafjarðarkirkju í dag klukkan 20 og eru allir velkomnir. Keppni hefst þó aðeins fyrr en keppni í sprettgöngu mun fara fram upp á Seljalandsdal í dag klukkan 17. Sprettgangan er atburður sem er alveg sérstaklega skemmtilegt að horfa á og eru íbúar og gestir á svæðinu eindregið hvattir til að mæta uppeftir og hvetja keppendur til dáða. 

 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá verður lifandi tímataka hér á vefnum meðan keppni er í gangi.

Nánar

Styrktaraðilar