Fréttir

Úrslti úr Boðgöngu sem haldin var 16/1/2013

17. janúar 2013
Mynd úr startinu í gærkvöldi
Mynd úr startinu í gærkvöldi

Úrslit eru komin úr boðgöngu sem haldin var í gærkvöldi, frábær þátttaka 18 sveitir skráðar til leiks, krakkar fóru 800 m, unglingar fór 1500 m og þeir eldri fóru 2,5 km hring. Endað var með skemmtilegu kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu í skála okkar göngumanna, Skíðheimum upp á Seljalandsdal

Nánar

Úrslit úr Bikarmóti SKÍ 11-13.janúar.

13. janúar 2013

Nú eru komin úrslit úr Bikarmóti SKÍ 11-13.janúar. Blíðskaparveður hefur verið hér á Ísafirði alla dagana á meðan mótið stóð yfir. Finna má öll úrslit undir dálknum ´Ganga´ úrslit 2013

Nánar

Foreldrafundur

12. janúar 2013

Foreldrafundur skíðabarna verður haldinn í Skíðaskálanum Tungudal mánudaginn 14. janúar klukkan 18:10.

 

Helstu dagskrárliðir eru:

Erindi frá þjálfurum

Andrésarnefnd segir frá starfi sínu

Hugmyndir um ,,æfingarbúðir" 10 - 12 ára (helgargisting í skíðaskálanum)

Önnur mál

Nánar

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu 11-13 janúar

4. janúar 2013

Nú líður óðum að fyrsta bikarmóti SKÍ  hjá okkur gönguskíðamönnum en það verður haldið hér á Ísafirði dagana 11-13 janúar næstkomandi. Allar keppnir fara fram upp á Seljalandsdal.

 

Föstudaginn   11. janúar kl. 18:00 verður Sprettganga

Laugardaginn 12. janúar kl. 13:00 verður keppt með frjálsri aðferð

Sunnudaginn  13.janúar kl. 11:00 verður keppt í skiptigöngu.

Nánar

Jólakveðja

23. desember 2012

Jólamánuðurinn hefur svo sannarlega verið okkur skíðafólki hliðhollur.  Bæði svæðin okkar hafa verið opin í allan desember og veðrið leikið við iðkendur. Logn, mikil stjörnudýrð, norðurljósum og mikil náttúrudýrð á þessum svæðum.

 

Nú hefur verið auglýstur opnunartími svæðisins um hátíðirnar og því ekki eftir neinu að bíða en að skella sér á skíði. Við hvetjum því alla sem eru ekki nú þegar búnir að dusta rykið af skíðunum sínum, til að gera það hið snarasta og drífa sig í sæluna á dölunum.

 

Skíðafélag Ísfirðinga óskar öllum iðkendum sínum, stuðningsaðilum og starfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.

 Stjórn SFÍ

Nánar

Styrktaraðilar