Þegar barnið æfir skíði

Þegar barnið æfir Alpa skíði

Að vera skíðaforeldri!

Skíðafélag Ísfirðinga er rekið af foreldrum og velunnurum. Allt utanumhald um æfingar, ráðning þjálfara, skipulag og framkvæmd móta, öryggismál, félagsstörf og annað er borið uppi af sjálfboðaliðastarfi foreldra.

Þegar barn er skráð til æfinga hjá SFÍ er það yfirlýsing foreldra um að koma að starfi félagsins á einhvern hátt. Þetta er mikil vinna og er öll aðstoð vel þegin. En við viljum umfram allt að þetta sé gefandi, hressandi og skemmtileg vinna að starfa saman í SFÍ.  

Hvatning og stuðningur heimafyrir skiptir miklu máli þegar kemur að íþróttaiðkun barna og er mikilvægt að börn séu vel búin þegar kemur að skíðaiðkun. Það er líka mjög mikilvægt að börn komi vel búin á æfingu.

Alveg nýjir iðkendur geta fengið skíðaútbúnað að láni hjá Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar til þess að nota og prófa og áður en skíði eru keypt.  

Önnur verkefni sem felast í því að eiga barn sem æfir skíði. 

Vinna við mót. Dæmi um verkefni er undirbúningur og frágangur við mót. Portavörslu þarf í öllum mótum. Starf þeirra felst í því að vera til staðar fyrir keppendur, passa upp á að þeir fari rétta braut, sleppi ekki port og hvetja þá áfram sem dæmi. 

Þátttaka í fjáröflunum  en fjáraflanir skipta félagið lykilmáli. 

Aðstoð á æfingum. Stundum kemur það fyrir að þjálfarar óska eftir aðstoð á æfingum. Aðstoð í lyftu, aðstoð í húsi við salernisferðir o.s.frv.

Mikilvægt að hafa í huga þegar barn æfir skíði

  • Mikilvægt er að barnið sé klætt eftir veðri 
  • Passa að vera búin að borða og fara á snyrtinguna áður en mætt er á æfingu. 
  • Mikilvægt að mæta á réttum tíma á æfingar. 
  • Ef vitað er að barn mætir of seint á æfingu skal láta þjálfara vita. 
  • Aðstoða þarf barn í allan búnað áður en æfing hefst 

Hvað þarf þegar barnið æfir alpaskíði

Ef barnið þarf mann með sér á æfingum þarf það fylgd foreldris á æfingum í það minnsta fyrst um sinn eða þar til þjálfari segir annað.

Passa að barnið sé klætt eftir veðri.

Góður búnaður er ullarföt, ullarsokkar, lambhúshetta eða buff innan undir hjálminn, snjóbuxur, úlpa og lúffur.

Skylda er að vera með góðan hjálm, hann skal ætlaður til skíðaiðkunar.

Góð skíðagleraugu sem passa vel á andlit barnsins og í hjálminn eru nauðsynleg til að verja augu og andlit barnsins.

Bakhlíf er æskileg en ekki skylda.

Að barnið sé á skíðum sem hentar hæð þess. Miðað er við að efri brún skíða sé milli höku og nefs. Athugið þó að það er betra að vera á of litlum skíðum en of stórum.

Skíði, bindingar, klossar og hjálmar mega ekki vera of gamalt, plast hefur ákveðinn endingartíma og verður stökkt og eiginleikar þess breytast á nokkrum árum.   

Gott er að bera vax undir skíðin reglulega yfir veturinn. SFÍ stendur fyrir foreldrafræðslu einu sinni á vetri þar sem kennt er að bræða undir skíði.

Styrktaraðilar