Skíðafélag Ísfirðinga

Skíðafélag Ísfirðinga á sér áralanga sögu. Félagið er eitt af stærstu skíðafélögum landsins og félagsmenn hafa unnið til ótal Íslandsmeistaratitla. Félagið hefur einnig átt 8 keppendur á Ólympíuleikum. Hjá félaginu er hægt að æfa alpagreinar, skíðagöngu og snjóbretti. Alpagreinar og snjóbretti eru í Tungudal þar sem að lyfturnar eru og félagsaðstaða. Skíðagangan er á Seljalandsdal en þar er einnig félagsaðstaða. Í Tungudal eru 3 toglyftur. Barna lyfta sem er neðst, svo Sandfellslyfta og þá Miðfellslyfta. Á svæðinu eru lengstu troðnu brekkur landsins.  Á Seljalandsdal eru framúrskarandi aðstæður fyrir skíðagöngu. Þar er 10 km upplýst braut og nokkrir kílómetrar af snjógirðingum. Það tryggir að yfirleitt er hægt að ábyrgjast að brautirnar eru opnar frá Nóvember langt fram á vor.  Á hverjum vetri er reynt að standa fyrir byrjendanámskeiðum fyrir fullorðna og svo er HSV skólinn fyrir bör

Nánar

Styrktaraðilar