Yfirþjálfari brettagreina veturinn 2024-2025 er Tyler Wacker og honum til aðstoðar er Cassidy Lynn O’Flaherty.
Æfingahópnum er skipt upp eftir getu. Guli hópur er fyrir byrjendur og æfa þau tvisvar í viku. Í byrjun vetrar er haldið byrjendanámskeið þar sem algjörir byrjendur fá grunnþjálfun í að standa í brekkunni og geta sjálfir farið í lyftuna. Ef börn eru enn óörugg og geta ekki verið ein í lyftu þegar regluleg þjálfun hefst þarf foreldri eða forráðamaður að fylgja börnum á æfingu til að byrja með.
Svarti hópur er svo fyrir þá sem eru lengra komnir og æfa þau jafnframt tvisvar í viku.
Skráningar fyrir börn sem eru í 1.-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar er í gegnum Íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar, sjá hér.
Þið sem eru með börn utan Ísafjarðarbæjar skráið börnin ykkar á skíðaæfingar beint til okkar í SFÍ með því að senda tölvupóst á snjor@snjor.is og við skráum þau og setjum þau inn í Sportabler. Æfingagjöld eru þau sömu og börnin fá vetrarkort inn á skíðasvæðið, eini munurinn er skráningaferlið.
Börn sem eru í 5. bekk grunnskóla og eldri þarf að skrá í gegnum Sportabler.
Hlekkur á æfingahóp brettadeildar á Facebook er hér