Lög félagsins

Lög Skíðafélags Ísfirðinga

SKÍÐAFÉLAG ÍSFIRÐINGA 

LÖG 

1.gr. 
Nafn félagsins er Skíðafélag Ísfirðinga.

 

2.gr. 
Hlutverk félagsins er að vinna að eflingu skíðaíþróttarinnar, einkum í Ísafjarðarbæ og nágrenni. 

 
3.gr. 
Þessum tilgangi hyggst félagið ná meðal annars með því að hvetja sem flesta til þáttöku, sjá fyrir kennslu með námskeiðum eða öðrum aðferðum, gangast fyrir kappmótum og stuðla að árangri afreksfólks í skíðaíþróttinni ásamt að útbreiða þekkingu á henni eins og verða má í Ísafjarðarbæ. 


4.gr. 
Félagsmenn geta þeir orðið sem samþykktir eru á stjórnar eða félagsfundum, enda liggi þá fyrir umsókn er greini frá nafni, kennitölu og símanúmeri viðkomandi aðila og greiði hann félagsgjald fyrir yfirstandandi ár. 
Aðalfundur ákveður ár hvert félagsgjald, eftir tillögu stjórnarinnar. Bjóða skal upp á fjölskylduárgjöld þar sem allir meðlimir sömu fjölskyldu eru skráðir félagar. Heiðurfélaga má kjóa á aðalfundi, ef fram kemur um það skrifleg tillaga og sé hún samþykkt með 2/3 atkvæða fundarmanna. Aðeins þeir menn, sem unið hafa félaginu mikið gagn eða styrkt það rausnarlega, geta orðið heiðursfélagar. Heiðursfélagar eru gjaldfrjálsir, en njóta fullra félagsréttinda. 


5.gr. 
Rétt til setu á fundum félagsins hafa allir félagsmenn sem greitt hafa árgjald yfirstandandi árs 


6.gr. 
Allir félagsmenn verða að virða lög og samþykktir félagsins. Brjóti einhver félagsmaður lög félagsins, eða vinnur gegn félaginu eða komi þannig fram að því sé vansæmd að, getur stjórnin vikið honum úr félaginu. Heimilt er að víkja félögum úr félaginu ef þeir hafa skuldað árgjöld fyrir meira en eitt ár, og ekki greitt skuld sína þrátt fyrir ítrekaðar inheimtutilraunir. Viðkomandi getur ekki fengið upptöku í félagið fyrr en skuld hans er greidd og öðrum skilyrðum verið fullnægt. Viðkomandi getur skotið máli sínu til aðalfundar sem hefur æðsta úrskurðarvald. 


7.gr. 
Greiðsla félagsgjalda skal fara fram fyrir maímánuð ár hvert og skal upphæð þeirra ákveðin á félagsfundi. 


8.gr. 
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningum skal lokað 7 dögum fyrir aðalfund og þeim skilað til endurskoðenda félagsins. 


9.gr. 
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 1. júní. Til aðalfundar skal boða með tryggum hætti og með minnst 10 daga fyrirvara. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi nema við lagabreytingar. (sjá 12 gr.) Á aðalfundi skal kjósa í stjórn sjö menn, fimm í aðalstjórn og tvo í varastjórn, tvo endurskoðenda og einn til vara. Skal stjornin kosin skriflega, formaður sérstaklega en hinir í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Heimilt er að kjósa í(stjórn er heimilt að tilnefna í) eftirtaldar nefndir: Fjáröflunarnefnd, alpagreinanefnd, norrænugreinanefnd, brettanefnd, skíðavikunefnd, blaðanefnd, mannvirkjanefndir og mótanefndir. 


10.gr. 
Dagskrá aðalfundar skal vera: 
1. Skýrsla stjórnar 
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins. 
3. Umræður um skýrslu og reikninga. 
4. Lagabreytingar 
5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár 
6. Önnur mál 


11.gr. 
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundum félagsins. Tillögum til lagabreytinga skal skila fjórtán dögum fyrir aðalfund til stjórnar og skal stjórn í fundarboði geta þess ef lagabreytingatillaga hefur komið fram. 
Nái lagabreytingatillaga samþykki 2/3 hluta fundarmanna telst hún samþykkt. Aðalfundur er lögmætur ef 12 félagsmenn eru mættur til fundarins. 

12.gr. 
Stjórn skiptir sjálf með sér verkum og skal hún gera með sér skriflega verka og ábyrgðarskiptingu sem skal liggja frammi á skrifstofu félagsins. Einnig skal koma þar fram verka og ábyrgðarskipting nefnda.

 
13.gr. 
Stjórnin er kjörin til eins árs í senn. 


14.gr. 
Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Hún tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum félagsins. Stjórninni er heimilt að veðsetja eignir félagsins og taka lán fyrir þess hönd. Slíkir gjörningar eru gildir, séu þeir undirritaðir af stjórninni. Hún skal sjá um samskipti við sérsambönd og bandalög og bæjaryfirvöld. Semja fjárhagsáætlun. Hafa eftirlit á störfum nefnda með mánaðarlegum fundum. Úthluta verðlaunum á stærri málum. Ganga frá ráðningu á starfsmönnum félagsins. 


15.gr. 
Stjórnarfundi skal boða með reglulegum hætti og minnst mánaðarlega. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef minnst þrír stjórnarmenn sækja fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns. 

16.gr. 
Öll meðferð vímugjafa er stranglega bönnuð í keppnis- og æfingarferðum á vegum félagsins.


17.gr. 
Stjórn félags er skylt að efna til almenns félagsfundar ef minnst 1/3 félagsmanna óska þess. Almennir fundir skulu auglýstir á tryggilegan máta með minnst fimm daga fyrirvara. 

18.gr. 
Leggist félagið niður eða sé því slitið á annan hátt, þá ber að afhenda allar eigur þess, bækur og skjöl, til stjórnar Í.B.Í. til varðveislu. Eignir þessar skulu þá afur afhentar öðru félgi sem starfar að sama markmiði hér í Ísafjarðarbæ.

Styrktaraðilar