Æfingatöflur

Æfingatafla vetur 2024-2025
Æfingatafla vetur 2024-2025

Æfingar skíðaganga

Yfirþjálfari skíðagöngu er Snorri Einarsson.

 

Æfingahópum er skipt eftir aldri. Börn í 1. - 4. bekk hafa eingöngu æft á veturnar, eða frá 1.janúar ár hvert ef snjór leyfir. Stundum hefjast æfingar fyrr ef við erum svo heppin að fá snjó fyrir jól.
Haustið 2024 var í fyrsta sinn boðið upp á haustæfingar þar sem börnum í 2-4 bekk er boðið að koma og æfa tvisvar í viku. Það æfa allir saman, þ.e alpa krakkar, göngukrakka og brettakrakkar.

GULI HÓPUR (Krakkar í 1.-4. bekk) æfir tvisvar í viku. Börnunum er skipt upp í tvo hópa og er miðað við að 1. og 2. bekkur æfi saman og 3. og 4. bekkur en einnig getur verið blöndun milli hópa, allt eftir getu hvers og eins. Þá verður sú nýjung á veturinn 2024-2025 að börn í 4.bekk sem hafa hæft skiðagöngu lengi og hafa getu og vilja til, verða færð upp í Bláa hóp.

Tengill inn á æfingahóp á facebook er að finna hér

Skráningar á æfingar fyrir börn í grunnskóla Ísafjarðarbæjar fara fram í gegnum Íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar, sjá hér

Þið sem eru með börn utan Ísafjarðarbæjar skráið börnin ykkar á skíðaæfingar beint til okkar í SFÍ með því að senda tölvupóst á snjor@snjor.is og við skráum þau og setjum þau inn í Sportabler. Æfingagjöld eru þau sömu og börnin fá vetrarkort inn á skíðasvæðið, eini munurinn er skráningaferlið.

Aðalþjálfari barna í 1.-4. bekk er Jóna Lind Kristjánsdóttir

 


BLÁI HÓPUR (krakkar í 5. - 6. bekkur) hefur kost á því að æfa allt árið. Á sumrin eru þrek og styrktaræfingar 2-3x í viku og e-ar æfingar sameiginlegar með öðrum deildum SFÍ.  Á haustin eru einnig þrek og styrktaræfingar utanhúss og inn í íþróttasal á Austurvegi eða í Sjúkraþjálfun Vestfjarða.

Tengill inn á æfingahóp á facebook er að finna hér

Skráningar á æfingar fara fram í gegnum Sportabler

Aðalþjálfari barna í 5.-6. bekk er Gunnar Bjarni Guðmundsson.

 

SVARTI HÓPUR - 7. bekkur og uppúr æfir 4-5x í viku allt árið. Á sumrin eru þrek og styrktaræfingar 3-4x í viku og e-ar æfingar sameiginlegar með öðrum deildum SFÍ.  Á haustin eru einnig þrek og styrktaræfingar utanhúss og inn í íþróttasal á Austurvegi eða í Sjúkraþjálfun Vestfjarða.

Tengill inn á æfingahóp á facebook er að finna hér

Skráningar á æfingar fara fram í gegnum Sportabler

Þjálfari barna í 7.bekk og eldri er Snorri Einarsson.


Óskir þú frekari upplýsinga eða óskar eftir að skrá barnið þá er hægt að senda póst á snjor@snjor.is.

Styrktaraðilar