Fréttir

Bikarmót SKí í skíðagöngu 31/1-2/2 2020

26. janúar 2020 Daniel Jakobsson

Mótsboð á Bikarmót Skíðasambands Íslands og SFÍ mót á Ísafirði 31.jan-2.feb.

Dagana 31. janúar til 2. febrúar n.k. fer fram á Seljalandsdal á Ísafirði alþjóðlegt Fismót sem jafnframt er Bikarmót SKÍ.

 

Skráningar skulu berast í tölvupósti á snjor@snjor.is í meðfylgjandi skjali fyrir miðvikudaginn 28. janúar kl. 12. Mótsgjöld eru innheimt af Skíðasambandi Íslands samkvæmt gjaldskrá SKÍ.

Samhliða þessu móti fer Heimamót Skíðafélags Ísfirðinga fram. Það er fyrir aldurinn 12 ára og yngri.

Heimasíða mótsins er www.snjor.is/fis þar verða upplýsingar aðgengilegar og uppfærðar.

Dagskrá

Fimmtudagur 30. janúar

17:00 – 18: 00 Brautir opnar (e. Official training)

 

Föstudagur 31. janúar

17:00 – 18: 00 Brautir opnar (e. Official training)

 

Sprettganga – hefðbundin aðferð

18:00 Forkeppni 13-16 ára ca. 800 metrar

18:10 Forkeppni 17 ára konur ca. 1100 metrar, Fiscode 3844

18:15 Forkeppni 17 ára karlar 1100 metrar, Fiscode 3846 

Ræst er með 15 sekúndna millibili

 

18:30 Undanúrslit 13-16 ára

18:40 Undanúrslit 17 ára og eldri konur

18:55 Undanúrslit 17 ára og eldri karlar

 

19:15 Úrslit 13-16 ára

19:25 Úrslit 17 ára og eldri konur Fiscode 3845

19: 35 Úrslit 17 ára og eldri karlar FIScode 3847

19:40 verðlaunaafhending

20:00 Fararstjórafundur 

 

Laugardagur 1. febrúar

Frjáls aðferð - Einstaklingsstart

13:00 13-14 ára drengir og stúlkur 3,5 km (1 x 3,5 km)

13:05 15-16 ára drengir og stúlkur 5 km (1 x 5 km)

13:10 17 ára og eldri karlar 10 km (2 x 5 km) Fiscode 3849

13:15 17 ára og eldri konur 5 km (1 x 5 km) Fiscode 3848

14:15 8 ára og yngri 1,0 km ski cross

14:20 9-10 ára 1,5 km ski cross

14:45 11-12 ára 2,5 km ski cross

 

Sunnudagur 2. febrúar

Hefðbundin aðferð – Einstaklingsstart

13:00 13-14 ára drengir og stúlkur 3,5 km (1 x 3,5 km)

13:05 15-16 ára drengir og stúlkur 5 km einn hringur

13:10 17 ára og eldri karlar 10 km (2x5 km) Fiscode 3851

13:15 17 ára og eldri konur 7,5 km ( 5+2,5 km) Fiscode 3850

14:15 8 ára og yngri 1,0 km hefðbundin aðferð

14:20 9-10 ára 1,5 km hefðbundin aðferð

14:45 11-12 ára 2,5 km hefðbundin aðferð.

Athugið

  • ü Keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Sótt er um hjá ski@ski.is

 

 

Nánar

Miðvikudagsmót - reglur og dagskrá

2. desember 2019 Daniel Jakobsson

Reglur miðvikudagsmótaraðar

  • Allir sem taka þátt í þremur mótum eða fleiri, fá viðurkenningu og eru dregnir út í happdrætti.
  • Úrslit í 10 ára og yngri eru birt í stafrófsröð. Útdráttarverðlaun í hverju móti.
  • Í 13 ára og eldri er stigakeppni. Það eru 10 stig fyrir sigurvegara. 9 fyrir 2 sæti o.sfrv. Maður fær 5 stig fyrir mæta og svo stig fyrir sæti.
  • Alltaf síðasta miðvikudag í mánuði nema. 11 des.

 

Vegalengdir og nánar um mótið má sjá hér 

Nánar

Mótaskrá 2020 - skíðaganga

2. desember 2019 Daniel Jakobsson

Mótaskrá fyrir 2020 er komin inn. 

Heimamót
Búið er að setja saman [mótaskrá ]fyrir veturinn sem sjá má hér að neðan.
Það eru bara tvær helgar sem eru heimamót á auk Fossavatnsgöngunnar. 18. janúar verður Vestfjarðarmót og svo verður 3ja daga opið mót 31-2. febrúar sem við ætlum að bjóða hinum félögunum á samhliða bikarmóti sem við höldum. Okkar eigin Andrés.
 
Miðvikudagsmót
Annars ætlum við að hafa mót síðasta miðvikudag í hverjum mánuði nema núna í des. þá verður mótið 11. des ef það verður kominn snjór. Við viljum hvetja alla til að vera með í þeim mótum. Bæði börn og foreldra. Þetta verður óformlegt og skemmtilegt.
 
Ferðir - félagsferð í Strandagönguna 7. febrúar
Svo munum við að sjálfsögðu fara með hóp á öll bikarmót, UMÍ, SMÍ og Andrésar andarleikana og einnig er fyrirhugað að fara í dagsferð í Strandagönguna á Hólmavík 7.febrúar.
Endilega skráið þessar dagsetningar hjá ykkur.
Nánar

Skíðamót Íslands, skíðagönguhluti 2019

26. mars 2019 Daniel Jakobsson

Skíðgönguhluti Skíðamóts Íslands 2019 verður haldið á Ísafirði dagana 3-6 apríl n.k. 

Búið er að setja upp vefsvæði hér á vefnum fyrir mótið sem má finna í valmynd hér að ofan.

Einnig er komin facebook síða fyrir mótið sem finna má hér

 

Nánar

Aðalfundur SFÍ

23. maí 2018 Díana

Í gær var haldinn aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar, reikninga félagsins en jafnframt var kosið í stjórn. 


Meira Nánar

Styrktaraðilar