SMÍ 2013

Keppni lokið í svigi á SMÍ 2013

5. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Keppni í svigi á Skíðamóti Íslands 2013 er nú lokið. Aðstæður í fjallinu voru góðar og gekk keppni vel og reyndist æsispennandi, enda oft lítill munur á milli keppenda.

 

Keppni í alpagreinum verður framhaldið á morgun laugardag kl. 10 með keppni í stórsvigi, seinni umferð verður startað klukkan 13. Þær góðu fréttir voru að berast að hægt verður að keyra stórsvigsbraut eins og þær gerast bestar, en startað verður frá toppi Sandfells, niður háubrúnina og verður markið einfaldlega niðri við skíðaskála þannig að það er alveg ljóst hvert fólk á að fara á ísrúntinum í fyrramálið – mæta og hvetja keppendur þegar þeir renna í markið.

Úrslit í svigi föstudaginn 5. apríl 2013

 

Svig kvenna

1. Helga María Vilhjálmsdóttir, Skíðaráð Reykjavíkur – 1:44.79

2. María Guðmundsdóttir, Skíðafélag Akureyrar – 1:44.92

3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik – 1:47.44

 

Svig karla

 1. Einar Kristinn Kristgeirsson – Skíðafélag Akureyrar -1:32.76

 2. Brynjar Jökull Guðmundsson – Skíðaráð Reykjavíkur – 1:35.20

 3. Jakob Helgi Bjarnason – Skíðafélag Dalvíkur – 1:35.83

Nánar

SMÍ 2013: Fyrsti keppnisdagurinn

5. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Í dag er fyrstu alvöru keppnisdagur Skíðamóts Íslands 2013. Keppni í alpagreinum hefst með fyrri ferð kvenna og karla í stórsvigi nú klukkan 10, en seinni ferð mun fara fram klukkan 13. Keppni í skíðagöngu hefst svo klukkan 13 með 10 km göngu pilta 17-19 ára með frjálsri aðferð. Klukkan 13.40 hefst ganga 5 km kvenna 17 ára og eldri með frjálsri aðferð og keppni dagsins líkur svo með 15 km göngu karla 20 ára og eldri með frjálsri aðferð. 

 

Fylgjast má með tímatöku bæði í alpagreinum og skíðagöngu á netinu.

Nánar

Skíðamót Íslands 2013 sett í dag

4. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Skíðamót Íslands 2013 verður sett í Ísafjarðarkirkju í dag klukkan 20 og eru allir velkomnir. Keppni hefst þó aðeins fyrr en keppni í sprettgöngu mun fara fram upp á Seljalandsdal í dag klukkan 17. Sprettgangan er atburður sem er alveg sérstaklega skemmtilegt að horfa á og eru íbúar og gestir á svæðinu eindregið hvattir til að mæta uppeftir og hvetja keppendur til dáða. 

 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá verður lifandi tímataka hér á vefnum meðan keppni er í gangi.

Nánar

Skíðamót Íslands 2013 hefst á morgun

3. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Mynd: Benedikt Hermannsson
Mynd: Benedikt Hermannsson

Skíðamót Íslands 2013 verður haldið í Dölunum tveimur á Ísafirði um helgina, 4.-7. apríl. Mótið hefst með sprettgöngu kvenna og karla á morgun fimmtudag klukkan 17 upp á Seljalandsdal, en mótið verður svo formlega sett í Ísafjarðarkirkju klukkan 20. Keppni verður svo framhaldið föstudag, laugardag og sunnudag og verður keppt bæði í alpagreinum og skíðagöngu alla þrjá dagana. 

 

Alls eru 61 keppendur skráðir til leiks í bæði alpagreinum og skíðagöngu frá 6 félögum víðsvegar af landinu. Þá munu einnig mæta til leiks nokkrir erlendir keppendur frá Ungverjalandi, Belgíu, Suður-Afríku og Marakkó.
Aðstæður á Ísafirði eru eins og þær gerast bestar, allar brekkur fullar af snjó og veðurspáin lofar svo sannarlega frábærum aðstæðum fyrir bæði keppendur og áhorfendur. Brekkurnar voru prufukeyrðar um páskana og segja fróðir menn að aðstæður hafi sjaldan verði jafn góðar fyrir Skíðamót Íslands í Tungudalnum og nú. 
Dagskrá mótsins má nálgast hér hægra megin á síðunni eða í valmyndinni undir SMÍ 2013: Dagskrá.
Nánar

Styrktaraðilar