Starfsmenn SMÍ í alpagreinum
Að vanda er Skíðamót Íslands mannað einvalaliði hér á Ísafirði. Mæting hjá brautarstarfsmönnum, tímavörðum, markstarfsmönnum og ræsum er kl. 06:45 á föstudag og laugardag. Á sunnudag er mæting kl 07:00. Hliðverðir, slysavakt og yngri krakkar SFÍ mæti kl 09:00 á föstudag og sunnudag en kl 08:30 á laugardag. Spennandi helgi framundan, með ljómandi veðurspá og vonandi góðri keppni!