Aðalfundur SFÍ

Aðalfundur SFÍ

23. maí 2018 Díana

Í gær var haldinn aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar, reikninga félagsins en jafnframt var kosið í stjórn.

Ásgerður Þorleifsdóttir og Jóhann Bæring Pálmason gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Hólmfríður Vala gaf ekki kost á sér sem formann áfram, inn í stjórn voru kosin ný Díana Jóhannsdóttir og Helgi Karl Guðmundsson. Stjórnin er því skipuð Díönu Jóhannsdóttur sem er formaður, Sirrý Sigurðardóttur sem er gjaldkeri, Sif Huld Albertsdóttur, Hólmfríði Völu Svavarsdóttur og Helga Karli Guðmundssyni. Kosnir voru tveir varamenn í stjórn og voru það Jóhanna Oddsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir.

Einnig var skipað í nefndir félagsins.

Alpanefnd:

Díana Jóhannsdóttir
Ásta María Sverrisdóttir
Halldór Karl Valsson
Atli Freyr Rúnarsson
Guðfinna Guðmundsdóttir

Brettanefnd:
Helgi Karl Guðmundsson
Elín Hólm
Elvar Ari Hagalínsson
Bergsteinn Snær Bjarkason

Göngunefnd:

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Guðmundur Sigurvin Bjarnason
Hákon Hermannsson
Páll Janus Hilmarsson
Gunnar Bjarni Guðmundsson 

Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn koma með tillögu að félagsgjaldi sem samþykkt er á aðalfundi. Boðið er upp á svokallað fjölskylduárgjald þar sem allir meðlimir sömu fjölskyldu eru skráðir félagar. Var gjald upp á 3.000 kr. samþykkt á fundinum.

Stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum vinnu sína.

Styrktaraðilar