Fréttir

Aðalfundur SFÍ 2025

21. apríl 2025 SFI

Aðalfundur SFÍ verður haldinn mánudaginn 5. maí klukkan 20.00 í skíðaskálanum í Tungudal. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar
2. Stjórn leggur fram skoðaða reikninga félagsins.
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár
6. Önnur mál

Hvetjum alla til að mæta! 

Nánar

Skíðablaðið 2025

17. apríl 2025 SFI

Skíðablaðið 2025 er komið út og ætti að vera búið að dreifa í öll hús og á svona helstu áningastöðum fólks yfir páska eins og verslunum og sjoppum. Eining er hægt að lesa blaðið á heimasíðunni okkar snjor.is en þar er líka að finna eldri útgáfur blaðiðs.

 

Ritstjórnin ár voru þau Heimir Hansson, Jóhanna Oddsdóttir, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Gylfi Ólafsson, Arnheiður Steinþórsdóttir og Þórdís Lilja Jensdóttir.

Stjórn SFÍ vil þakka ritsjórn fyrir glæsilegt og vel unnið skíðablað. Það er augljóst að mikill metnaður, fagmennska og ástríða fyrir skíðaíþróttinni liggur að baki hverri síðu.

Blaðið endurspeglar ekki aðeins öflugt starf félagsins heldur einnig þann kraft og samhug sem einkennir skíðamenninguna á Ísafirði. Skíðablaðið er fastur liður í Skíðavikunni og er orðin mikilvæg heimild um starfsemi félagsins, einstaklingana sem að félaginu standa, og þá menningu sem hefur mótað skíðalíf á Ísafirði í gegnum árin. Hver útgáfa er skjalfesting á atburðum, sigrum, baráttu og samfélaginu sem stendur að baki og er verðmætur fjarsjóður hemilda fyrir okkur og komandi kynslóðir.

 

Við þökkum kærlega fyrir ykkar óeigingjarna framlag og hlökkum strax til næsta tölublaðs!

 

Nánar

UMÍ á Akureyri

15. apríl 2025 SFI

Unglingameistaramót Íslands fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Veðurblíðan lék við okkur alla helgina en aðstæður í brekkunum voru krefjandi. Til stóð að UMÍ skildi haldið hér á Ísafirði og mikil eftirvænting hjá okkar fólki en vegna snjóleysis þurfti að færa mótið með skömmum fyrirvara.

Skíðafélag Ísfirðinga átti 4 flotta keppendur þau Auðunn Darra, Kristínu Eik, Auði Ýr og Katrín Dalíu. Á fyrsta keppnisdegi var keppt í stórsvigi. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel þrátt fyrir mikinn hita og krefjandi aðstæður. Það var gaman að sjá framfarinar sem hafa átt sér stað hjá þeim í vetur, en þau eru flest að stíga sín fyrstu skref á bikarmótum SKÍ.

Á öðrum keppnisdegi var keppt í svigi. Dagurinn var krefjandi sökum aðstæðna, snjórinn var blauttur enda mikill hiti. Það endaði því þannig að rúmlega helmingur keppenda datt úr leik þann dag og var tölfærðin svipuð hjá okkar keppendum. Þau skíðuðu þó öll vel þrátt fyrir það og mega vera stolt af sér!

Á þriðja degi var keppt í samhliðasvigi. Samhliðasvig er æsispennandi og áhorfendavænt. Þar keppa tveir keppendur á sama tíma í samhliða brautum og sá sem er á undan kemst áfram í næstu umferð. Ótrúlega skemmtileg og öðruvísi keppni! Hópurinn lét sér ekki leiðast á kvöldin og fóru út að borða, á mótsetningu, verðlaunaafhendingu og mættum í bingó á vegum Skíðafélags Akureyrar þar sem Kristín og Auðunn unnu bæði flott gjafakort.

Í heildinna var þetta frábær ferð og krakkarnir koma reynslunni ríkari heim.

Úrslit frá UMÍ er að finna hér https://mot.ski.is/vidburdur/422 

Úrslit úr bikarkeppni vetursins er að finna hér https://mot.ski.is/motarod/12

Nánar

Skíðablaðið 2025 komið út

10. apríl 2025 SFI
Forsíða Skíðablaðsins 2025
Forsíða Skíðablaðsins 2025

Skíðablaðið 2025, í ritstjórn Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, er komið út. 

Blaðið er efnismikið að vanda, en meðal efnis er rannsóknaritgerðir um orðið skíðafélags, eðlisfræði snjógirðinga og sögu skíðasvæðisins í Tungudal. Langa viðtalið er við Jóa Torfa, sem áratugum saman sinnti ýmsum hlutverkum í uppbyggingu skíðaíþróttarinnar. Þá er ýmislegt annað góðgæti í blaðinu.

Blaðið er borið út í hús á Ísafirði, en er einnig aðgengilegt í skíðaskálanum á Seljalandsdal og á almenningsstöðum. Vefútgáfu blaðsins er hægt að finna undir "útgefið efni" hér á vefnum, en þar er einnig hægt að skoða eldri blöð. 

Nánar

Skíðamót Íslands í skíðagöngu

9. apríl 2025 SFI
Ísfirski hópurinn. 
Frá vinstri Ástmar Helgi, Eyþór Freyr, Dagur Ben, Heimir Logi, Grétar Smári, Snorri, Saga, Þórey, Vigdís Birna.
Fremri röð: Esja Rut, Sunna, Sölvey, Freyja Rós.
Ísfirski hópurinn. Frá vinstri Ástmar Helgi, Eyþór Freyr, Dagur Ben, Heimir Logi, Grétar Smári, Snorri, Saga, Þórey, Vigdís Birna. Fremri röð: Esja Rut, Sunna, Sölvey, Freyja Rós.
1 af 3

Skíðamót Íslands fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri síðastliðna helgi. Skíðafélag Ísfirðinga átti glæsilegan hóp keppenda, alls 12 talsins, sem stóðu sig frábærlega. Mótið gekk vel fyrir sig, blíðskaparveður, sól, blíða og flottar aðstæður í Hlíðarfjalli. Við þökkum Akureyringum kærlega fyrir flott mót.

Á fyrsta keppnisdegi var sprettganga.  Í karlaflokki náðu keppendur SFÍ öllum efstu þremur sætunum: Dagur Benediktsson sigraði, Snorri Einarsson hafnaði í öðru sæti og Ástmar Helgi Kristinsson í því þriðja. Keppnin var afar spennandi og aðeins hársbreidd skildu að annað til fjórða sætið.
Í yngri flokkum stóðu okkar iðkendur sig einnig mjög vel. Í flokki 15-16 ára stúlkna röðuðu þrír  Ísfirðingar sér á pallinn þær María Sif Hlynsdóttir, Sölvey Marie Tómasdóttir og Saga Björgvinsdóttir.

Á öðrum degi mótsins var keppt með hefðbundinni aðferð í vegalendum frá 3,5 upp í 10 km. Dagur sigraði karlaflokkinn eftir harða keppni við Einar Árna Gíslason frá Akureyri og Ástmar fylgdi þeim fast á eftir og hafnaði í þriðja sæti.  Keppendur í yngri flokkum skiluðu góðum árangri og gaman var að sjá bætingar hjá þessum hópi.

Á lokadeginum var keppt með frjálsri aðferð. Þar sigraði Dagur enn á ný og tryggði sér þar með þrjá Íslandsmeistaratitla á mótinu. Í karlaflokki átti SFÍ fjóra af fimm efstu keppendum, sem er frábær árangur. Keppendur félagsins voru ánægðir með mótið og árangurinn, uppskeran var sannarlega góð.

Á Skíðamóti Íslands eru krýndir bikarmeistarar vetursins. Úr okkar hópi urðu Grétar Smári, Eyþór og María Sif eru bikarmeistari veturinn 2025 í sínum flokkum.

Við óskum öllum til hamingju með sinn árangur um helgina og það sem af er vetri! Það er gaman að sjá gróskuna í skíðagöngu á landsvísu og vaxandi þáttöka á skíðagöngumótum. Hópurinn í skíðagöngunni er samheldinn og stemningin góð. Dagskráin eftir keppni var fjölbreytt og skemmtileg.  Farið var í sund, út að borða, í bíó og síðan voru haldin spilakvöld með keppendum úr öðrum liðum. Slíkar samverustundir styrkja tengslin og gera upplifunina enn betri.

Öll úrslit frá SMÍ er að finna hér

Nánar

Styrktaraðilar