Æfingagjöldin

Æfingagjöldin

10. febrúar 2015 Heimir Hansson

Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir því að fá að greiða æfingagjöld vetrarins og nú er loksins komið að því. Þar sem ekki náðist að senda út greiðsluseðla vegna haustæfinga í nóvember verða greiðsluseðlar vegna æfingagjalda fyrir veturinn 2014-2015 sendir út í febrúar. Verð eru sem hér segir:

 

Haustæfingar:  kr. 18.000,- fyrir 10-11 ára og 23.000,- fyrir 12 +

Voræfingar:     kr. 33.000,- fyrir 10-11 ára og 43.000,- fyrir 12+

 

Systkinaafsláttur er 15% af æfingagjöldum yngra barns.

 

Hægt er að greiða inn á seðlana í heimabanka ef ekki hentar að greiða ekki alla upphæðina í einu.

 

ATH: Í upphaflegu útgáfunni af þessari tilkynningu var farið rangt með aldursflokkaskiptinguna og er beðist velvirðingar á því.

Styrktaraðilar