Æfingar alpagreina að komast á fullt

Æfingar alpagreina að komast á fullt

30. desember 2013 Hjalti Karlsson

Nú er vetrarstarf alpagreina að komast á fullan skrið og nægur snjór kominn á skíðasvæðið. Skíðafélagið hefur á að skipa frábærum þjálfurum í öllum flokkum. Snorri Guðbjörnsson þjálfar 12 ára og eldri og Ebba Kristín Guðmundsdóttir 9-11 ára. Elín Martha Eiríksdóttir hefur umsjón með íþróttaskóla HSV, ásamt Hafrúnu Jakobsdóttur og Regínu Sif Rúnarsdóttur. Íþróttaskóli HSV fyrir krakka í 1.-4. bekk hefjast á miðvikudaginn 8. janúar. Fimm ára krakkar eru einnig velkomnir í fylgd með foreldrum.

 

Krakkar sem eru komin upp úr íþróttaskólanum, þ.e. í fimmta bekk, æfa nú með 9-11 ára hópnum. Æfingatöflu má sjá hér.

Styrktaraðilar