Afmælismóti SFÍ í Tungudal lokið

Afmælismóti SFÍ í Tungudal lokið

25. mars 2024 SFI
Flatameistarar í 12-13 ára flokki; Barri og Eyrún Hekla
Flatameistarar í 12-13 ára flokki; Barri og Eyrún Hekla
1 af 3

Bikarmóti unglinga í alpagreinum sem haldið var í Tungudal lauk í dag þegar keppt var í stórsvigi. Aðstæður til keppni voru með besta móti, kalt og sólarglennur á harðpökkuðum snjó. Að keppni lokinni hjá hvorum flokki var verðlaunaafhending, helstu úrslit voru þessi:

12-13 drengir: Sigurvegari var Barri Björgvinsson Dalvík, í öðru sæti Daníel Ernir J. Gunnarsson KR og í þriðja sæti Friðrik Kjartan Sölvason SKA.

12-13 ára stúlkur: Sigurvegari var Silvía Mörk Kristinsdóttir SKA, í öðru sæti Mundína Ósk Þorgeirsdóttir SSS og í þriðja sæti Lára Elmarsdóttir Van Pelt Víkingi.

14-15 ára drengir: Sigurvegari var Alex Bjarki Þórisson Ármanni, í öðru sæti Arnór Alex Arnórsson KR og í þriðja sæti Gísli Guðmundsson Ármanni.

14-15 ára slúlkur: Sigruvegari var Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir UÍA, í öðru sæti Hrefna Lára Zoëga UÍA og í þriðja sæti Linda Mjöll Guðmundsdóttir Ármanni.

Auk hefðbundinna gull, silfur og bronsverðlauna voru einnig veitt verðlaun fyrir besta millitíma og krýndur flatameistari afmælismóts SFÍ í hverjum keppnisflokki. Verðlaun flatameistaranna var Aldrei fór ég suður húfa.

Flatameistarar er: 12-13 ára drengir; Barri Björgvinsson Dalvík. 12-13 ára stúlkur; Eyrún Hekla Helgadóttir Dalvík. 14-15 ára drengir; Gísli Guðmundsson Ármanni. 14-15 ára stúlkur; Anna Soffía Óskarsdóttir Ármanni.

Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendurm, þjálfurum, fararstjórum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna á þetta Afmælismót SFÍ. Við hlökkum til að hitta sem flesta aftur á næsta ári á nýju móti.

Styrktaraðilar