Ársgeirsmót í svigi á sunnudag

Ársgeirsmót í svigi á sunnudag

18. apríl 2013 Hjalti Karlsson

Nú styttist óðum í lok vertíðar alpagreinafólks. Ásgeirsmót í svigi verður haldið á sunnudaginn næstkomandi og verður það síðasta heimamót vetrarins. Mótið fór fyrst fram 1967 og var mótshaldari hið fornfræga íþróttafélag Reynir í Hnífsdal. Mótið er haldið til minningar um Ásgeir Kristján Karlsson skipstjóra frá Hnífsdal sem fórst með m/b Svani í desember 1966. 

Styrktaraðilar