Bikarmót í alpagreinum 16. og 17.mars 2024

Bikarmót í alpagreinum 16. og 17.mars 2024

29. febrúar 2024 SFI

Skíðafélag Ísfirðinga boðar til bikarmóts í alpagreinum dagana 16. og 17. mars 2024 í Tungudal á Ísafirði. Keppt verður í svigi og stórsvigi í flokkum 12-13 og 14-15 ára stúlkna og drengja.

Skráning fer fram í gegnum mótakerfi SKÍ og skal lokið fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 12. mars.

Fararstjórafundur verður föstudaginn 15. mars í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 20:00.

Dagskrá mótsins verður send út þegar nær dregur.

Upplýsingar um gistingu og aðra þjónustu má finna á www.vestur.is eða hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í síma 450 8060.

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá ef aðstæður breytast.

Í tilefni af 90 ára afmælisári Skíðafélags Ísafjarðar verður boðið í afmælishóf á laugardagskvöldinu. Upplýsingar um mótahald gefur Gauti Geirsson í síma 8441718 eða á gautigeirs@gmail.com

Styrktaraðilar