Byrjendanámskeið fyrir börn í 1. – 4. bekk á svigskíðum
Eins og áður ætlum við að halda byrjendanámskeið fyrir þau börn sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Námskeiðið er ókeypis og er ætlað fyrir þau börn sem hafa áhuga á að æfa skíði en vantar smá upp á til að vera sjálfstæð í lyftunni og/eða skíða sjálf. Eftir námskeiðið ættu allir að vera tilbúnir að mæta á æfingar hjá skíðafélaginu samkvæmt æfingatöflunni okkar.
Námskeiðið verður haldið á fimmtudegi og laugardegi 9. janúar og 11. janúar, svo aftur 16. janúar og 18. janúar. Það verður kl. 17:00 - 18:30 á fimmtudögum og kl. 14:30 - 16:00 á laugardögum. Það á að vera nóg að skrá barnið bara aðra vikuna.
Lesið eftirfarandi upplýsingar vel:
-
Skráning á námskeiðið fer fram í Excel skjali sem má finna hér fyrir neðan. Þar þarf að koma allar helstu upplýsingar um barnið og foreldra/forráðamenn. Það þarf einnig að koma fram á hvaða dögum barnið mun mæta. Hér er linkur inn á skjalið:
-
Foreldrar/forráðamenn verða að vera á staðnum meðan barnið er á námskeiðinu. Þegar börn eru að byrja á skíðum hafa þau oftast minna úthald og gætu þurft pásu eða að hætta fyrr. Við viljum skapa góða upplifun fyrir alla okkar iðkendur.
-
Fyrir þá sem ekki eiga græjur er hægt að leigja í skíðaleigunni. Það er frítt fyrstu 2 skiptin fyrir æfingakrakka á okkar vegum á meðan birgðir leyfa, en eftir það þarf að borga fyrir lánið.
-
Allir iðkendur þurfa að vera með hjálm á æfingum. Öryggisbúnaður er mikilvægur á skíðum og við hvetjum foreldra/forráðamenn til að setja bakbrynjur á börnin.
-
Mjög mikilvægt er að börn séu búin að fara á klósettið áður en þau mæta á æfingu. Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir þessi yngstu að klæða sig úr sjálf og þjálfarar hafa ekki tíma til að aðstoða.
-
Einnig er mjög mikilvægt að öll séu klædd eftir veðri og búin að næra sig vel fyrir æfingu.
Eftir að námskeiðinu líkur getum við því miður ekki tekið við börnum á æfingar sem eru ekki lyftuvön. Það þarf alltaf auka mannskap fyrir byrjendur og því getur verið erfitt að taka við þeim á öðrum tímum. Við gætum aðstoðað við að útvega þjálfara í einkakennslu fyrir þá sem vilja en það yrði þá að vera gegn gjaldi.
Ef þið hafið einhverjar spurningar megið þið senda þær á sfi.thjalfun@gmail.com.
Hér er hlekkur á facebook síðu 1.-4. bekkjar í alpagreinum https://www.facebook.com/groups/433060506797920/