Dagur að toppa sig!

Dagur að toppa sig!

30. nóvember 2025 SFI

Keppnishelgin sem er að líða!

Dagur Benediktsson  SFÍ sem er í A-landsliðinu keppti á sænska bikarmótijnu í Boden. Hann átti þar aldeilis frábæran dag og hafnaði í 24.sæti og aðeins 18 sekúndum frá sigurvegaranum. Þetta er besti árangur Dags hingað til og gefur honum bestu punkta ferilsins eða 62.62 FIS punkta.  Hann mun þar að leiðandi færast ofar á heimslistanum. Skíðafélagið óskar Degi innilega til hamingu með frábæran árangur! 

Dagur hefur átt mjög góða byrjun á tímabilinu og greinilega haldið rétt á spilunum á undirbúningstímabilinu og lagt allt undir. Fólk hefur haft orð á metnaðinum og eljunni hjá honum á æfingum þar sem hann æfir t.d mikið einn á sumrin. Í samtali við Skíðasamband Íslands segir Dagur " Planið var að vera sókndjarfur og sjá hvert það myndi leiða. Skíðin voru ágæt en ekki þau bestu sem gerir árangurinn í raun enn sætari".

Við áttum líka fulltrúa á norska bikarmótinu í GÅLÅ en þar kepptu bæði Grétar Smári Samúelsson og Ástmar Helgi Kristinsson. Grétar Smári er í afrekshóp SKÍ og Ástmar Helgi í B-landsliði. Ásamt þeim kepptu einnig þar Kristún Guðnadóttir, Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir frá Ulli í Reykjavík og  Einar Árni Gíslason og Ævar Freyr Valbjörnsson sem keppa fyrir Skíðafélag Akureyrar.

Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir var einnig að keppa í flokki hreyfihamlaðra í GÅLÅ og virkilega gaman að sá hana á skíðunum. Hún stefnir á að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikum fatlaðra í Cortina á Ítalíu og við höldum að sjálfsögðu með henni! 

Styrktaraðilar