Dagur í heimsbikar!

Dagur í heimsbikar!

5. desember 2025 SFI

Dagur Benediktsson frá Skíðafélagi Ísfirðinga mun keppa á morgun í fyrsta sinn á heimsbikarmóti sem fer fram í Þrándheimi í Noregi.  

Þetta er stór stund fyrir Ísland og Dag og skíðagöngu á Íslandi en fáir íslendingar hafa áður keppt á þessu hæsta stigi í greininni.

Dagur hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu og verður virkilega spennandi að fylgjast með honum á morgun og á sunnudaginn.  Í samtali við SKÍ segist Dagur ætla að halda í fyrsta hóp til þess að byrja með og finna síðan sitt flæði. Gefa allt í göngurnar! 

Dagskrá mótsins í Þrándheimi 6.-7.desember og hægt er að fylgjast með á NRK1 og EuroSport.

  • Laugardagur 6. desember:
    10:10 – 20 km skiptiganga (karlar)
    12:00 – 20 km skiptiganga (konur)
  • Sunnudagur 7. desember:
    08:30 – 10 km frjáls aðferð (konur)
    10:55 – 10 km frjáls aðferð (karlar)

Einnig er hægt að fylgjast með live timing hér: FIS | Trondheim (NOR) - Event Details - Coop FIS Cross-Country World Cup og horfa í beinni hér: Cross-Country - International Ski & Snowboard Federation

Áfram Dagur! 

 

Styrktaraðilar