Fjölmenni í Tungudal á alþjóðlega snjódeginum

Fjölmenni í Tungudal á alþjóðlega snjódeginum

22. janúar 2012

Í dag, sunnudaginn 22. janúar, var alþjóðlegi snjódagurinn (World Snow Day) haldinn hátíðlegur um víða veröld. Fjölmargir renndu sér á skíðum í Tungudal í dag og á eftir var öllum boðið upp á heitt kakó og lukkumiða með möguleika á að vinna veglega vinninga. Flestir gestirnir voru á aldrinum 6-9 ára, þátttakendur í íþróttaskóla HSV þar sem boðið er upp á grunnþjálfun í hinum ýmsu íþróttagreinum, m.a. á svigskíðum og gönguskíðum. Á vegum íþróttaskólans hafa yfir 60 krakkar á þessum aldri sótt skíðaæfingar það sem af er vetri og enn fer þeim fjölgandi. Meðfylgjandi mynd var tekin í Tungudal í dag af þessu unga skíðafólki.

Styrktaraðilar