Fréttir af Thelmu á heimsmeistaramótinu

Fréttir af Thelmu á heimsmeistaramótinu

1. mars 2012

Tíðindamaður snjor.is náði tali af Thelmu Rut í kvöld. Hún keppir fyrri ferð stórsvigsins á morgun föstudag og seinni ferðina á laugardag. Hún hefur því miður verið slöpp en ætlar ekki að láta það aftra sér frá keppni. Aðstæður í Roccaraso eru ekki alveg upp á það besta, hlýindi og eftir því blautur snjór. En stelpurnar sem þarna eru njóta lífsins og nota tækifærið til að sóla sig í ítölsku vorsólinni.

Styrktaraðilar