Furðufatadagur og páskaeggjamót

Furðufatadagur og páskaeggjamót

27. mars 2013

Skíðavikan er skollin á og svo sannarlega margt hægt að gera. Við viljum minna á tvo atburði hér, en það eru furðufatadagurinn og páskaeggjamótið.

 

Furðufatadagurinn verður að venju á föstudaginn langa. Grillaðar verða pylsur við báða skíðaskálana, þ.e. í Tungudal og á Seljalandsdal. Við hvetjum alla til að mæta í sínu fínasta pússi á skíði.

 

Páskaeggjamótið verður svo á laugardaginn í boði HG. Öll börn fædd 2002 og síðar geta tekið þátt. Mótið hefst klukkan 13:00 bæði á Seljalandsdal og í Tungudal.

Styrktaraðilar