Fyrsta keppnisdegi á UMÍ lokið

Fyrsta keppnisdegi á UMÍ lokið

23. mars 2012

Fyrsta keppnisdegi á UMÍ á Ísafirði er nú lokið. Keppnin gekk vel í dag, bæði í göngu og alpagreinum. Seinnkun varð þó á keppni í alpagreinum vegna bilunar í lyftu. Allir tóku því þó með jafnaðargeði og er keppendum, fylgifiskum þeirra og starfsmönnum þökkuð biðlundin og jákvætt hugafar meðan á viðgerð stóð.

Úrslit dagsins er nú öll komin hér á heimasíðuna og má finna úrslitin í göngunni á tengli hér til vinstri á síðunni undir ganga.

Úrslit dagsins í alpagreinum má finna undir tenglinum UMÍ 2012 til vinstri á síðunni.

Styrktaraðilar