Fyrsti keppnisdagurinn í dag

Fyrsti keppnisdagurinn í dag

5. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Í dag er fyrstu alvöru keppnisdagur Skíðamóts Íslands 2013. Keppni í alpagreinum hefst með fyrri ferð kvenna og karla í stórsvigi nú klukkan 10, en seinni ferð mun fara fram klukkan 13. Keppni í skíðagöngu hefst svo klukkan 13 með 10 km göngu pilta 17-19 ára með frjálsri aðferð. Klukkan 13.40 hefst ganga 5 km kvenna 17 ára og eldri með frjálsri aðferð og keppni dagsins líkur svo með 15 km göngu karla 20 ára og eldri með frjálsri aðferð. 

 

Fylgjast má með tímatöku bæði í alpagreinum og skíðagöngu á netinu.

Styrktaraðilar