Greiðsluseðlar sendir út fyrir mistök

Greiðsluseðlar sendir út fyrir mistök

24. mars 2014 Heimir Hansson

Undanfarna daga hafa greiðsluseðlar vegna félagsgjalda í Skíðafélagi Ísfirðinga borist inn á fjölmörg heimili. Þessa seðla átti þó alls ekki að senda út, heldur gerðist það fyrir mistök hjá innheimtuaðilanum. Nú er unnið að því að uppfæra félagaskrá SFÍ og verða félagsgjöld innheimt í samræmi við hana þegar þeirri vinnu lýkur. Skíðafélag Ísfirðinga biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Styrktaraðilar