Haustæfingar og æfingagjöld

Haustæfingar og æfingagjöld

1. nóvember 2012
Á skíðum skemmti ég mér. Mynd: Benedikt Hermannsson
Á skíðum skemmti ég mér. Mynd: Benedikt Hermannsson

Haustæfingar hafa nú staðið yfir í allt haust. Þjálfarar eru þær Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.  Að auki þjálfar Kristján Flosason 13+ einu sinni í viku.

Vala þjálfar 10 - 12 ára og 13+ í göngu en Sigga Lára þjálfar 13+ alpa.

 

Æfingatímar 10 - 12 ára eru sem hér segir:

Þriðjudaga 16:30 - 17:40

Fimmtudaga 16 - 17

Föstudaga 16:30 - 17:40

Allar æfingarnar eru í Íþróttahúsinu við Austurveg, en stundum byrja þær á útihlaupi.

 

Æfingatímar 13+ eru aðeins breytilegir og því gott að hafa samband við þjálfara ef þörf er á upplýsingum um næstu æfingu.

 

Stjórn SFÍ hefur ákveðið að hækka ekki æfingagjöldin í ár og því verða æfingagjöld haustannar sem hér segir:

10 - 12 ára 15.000 krónur

13+ 20.000 krónur.

Styrktaraðilar