Heimsmeistaramót unglinga sett í dag

Heimsmeistaramót unglinga sett í dag

29. febrúar 2012

Í dag var heimsmeistarmót unglinga í alpagreinum sett í Roccarasso á Ítalíu. Keppni hefst á morgun, 1. mars og stendur til 9. mars. Thelma Rut Jóhannsdóttir keppir í stórsvigi, líklega laugardaginn 3. mars. Annar ísfirskættaður keppandi keppir í öllum fjórum greinunum, það er Helga María Vilhjálmsdóttir, dóttir Vilhjálms Ólafssonar (Vilhjálmssonar). Í dag hittu þær stöllur ekki minni mann en gömlu kempuna Alberto Tomba sem gistir á sama hóteli og Íslendingarnir. Skíðafélagið óskar íslensku keppendunum öllum góðs gengis á mótinu.

Styrktaraðilar