Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga gera samstarfssamning

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga gera samstarfssamning

30. janúar 2024 SFI

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar og Skíðafélag Ísfirðinga SFÍ hafa undirritað samstarfssamning til næstu tveggja ára. Samningurinn mun m.a skila sér í lægri ferðakostnaði iðkenda í keppnisferðir en ferðakostnaður er einn stæðsti kostnaðarliðurinn þegar kemur að þvi að æfa skíði. Við erum mjög þakklát Bílaleigu Akureyrar fyrir stuðninginn og að fyrirtækið sjái hag sinn í að styðja við starfsemi SFÍ en fyrirtækið hefur lagt metnað sinn í að styðja við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina.

Við að sjálfsögðu hvetjum okkar félagsmenn að skipta við Bílaleigu Akureyrar þegar kemur að því að leigja bílaleigubíl!

Styrktaraðilar