Jólakveðja

Jólakveðja

23. desember 2012

Jólamánuðurinn hefur svo sannarlega verið okkur skíðafólki hliðhollur.  Bæði svæðin okkar hafa verið opin í allan desember og veðrið leikið við iðkendur. Logn, mikil stjörnudýrð, norðurljósum og mikil náttúrudýrð á þessum svæðum.

 

Nú hefur verið auglýstur opnunartími svæðisins um hátíðirnar og því ekki eftir neinu að bíða en að skella sér á skíði. Við hvetjum því alla sem eru ekki nú þegar búnir að dusta rykið af skíðunum sínum, til að gera það hið snarasta og drífa sig í sæluna á dölunum.

 

Skíðafélag Ísfirðinga óskar öllum iðkendum sínum, stuðningsaðilum og starfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.

 Stjórn SFÍ

Styrktaraðilar