Kátir krakkar í Tungudal

Kátir krakkar í Tungudal

1. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Mikið fjör var í skíðaskálanum í Tungudal þegar krakkar skíðafélagsins gistu þar aðfaranótt laugardagsins. Þar voru á ferð bæði göngu- og svigskíðakrakkar, tíu, ellefu og tólf ára. Þrátt fyrir leiðindaveður var fjör í brekkum þar sem brugðið var á leik á skíðum, brettum og sleðum. Um kvöldið var svo haldin kvöldvaka með leik og sprelli. Er hætt við að einhverjir hafi farið seint að sofa í þetta sinn.   

Styrktaraðilar