Keppni lokið í svigi á SMÍ 2013

Keppni lokið í svigi á SMÍ 2013

5. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Mynd: Benedikt Hermannsson
Mynd: Benedikt Hermannsson
1 af 3

Keppni í svigi á Skíðamóti Íslands 2013 er nú lokið. Aðstæður í fjallinu voru góðar og gekk keppni vel og reyndist æsispennandi, enda oft lítill munur á milli keppenda.

 

Keppni í alpagreinum verður framhaldið á morgun laugardag kl. 10 með keppni í stórsvigi, seinni umferð verður startað klukkan 13. Þær góðu fréttir voru að berast að hægt verður að keyra stórsvigsbraut eins og þær gerast bestar, en startað verður frá toppi Sandfells, niður háubrúnina og verður markið einfaldlega niðri við skíðaskála þannig að það er alveg ljóst hvert fólk á að fara á ísrúntinum í fyrramálið – mæta og hvetja keppendur þegar þeir renna í markið.

Úrslit í svigi föstudaginn 5. apríl 2013

 

Svig kvenna

1. Helga María Vilhjálmsdóttir, Skíðaráð Reykjavíkur – 1:44.79

2. María Guðmundsdóttir, Skíðafélag Akureyrar – 1:44.92

3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik – 1:47.44

 

Svig karla

 1. Einar Kristinn Kristgeirsson – Skíðafélag Akureyrar -1:32.76

 2. Brynjar Jökull Guðmundsson – Skíðaráð Reykjavíkur – 1:35.20

 3. Jakob Helgi Bjarnason – Skíðafélag Dalvíkur – 1:35.83

 

Styrktaraðilar