Lokahóf SFÍ fyrir veturinn 2023-2024

Lokahóf SFÍ fyrir veturinn 2023-2024

17. maí 2024 SFI
1.-4. bekkur skíðaganga
1.-4. bekkur skíðaganga
1 af 7

Lokahóf SFÍ var haldið í sal grunnskólans á Ísafirði þann 6.maí og virkilega gaman að sjá hvað var góð mæting hjá iðkendum og foreldurm. Það var sannkölluð uppskeruhátíð hjá okkar fólki enda annasamur og góður vetur að baki.

Allir iðkendur fengu viðurkenningu fyrir liðinn vetur og þjálfarar fengu tækifæri til að þakka krökkunum sérstaklega fyrir veturinn.

Krakkarnir fóru í ratleik þar sem allir aldurshópar gátu unnið saman að því að leysa ýmsar þrautir, farið í leiki, grillaðar pylsur og var stemmningin mjög góð.

Takk fyrir veturinn! Hlökkum til næsta veturs og reynum að vera dugleg að hittar, hreyfa okkur og leika þangað til.

Styrktaraðilar