Met þátttaka í boðgöngunni

Met þátttaka í boðgöngunni

22. janúar 2012

Fyrsta skíðagöngumót ársins hér á Ísafirði fór fram á þriðjudaginn var. Eins og venjulega hófum við veturinn á boðgöngu þar sem allir kepptu saman óháð aldri eða kyni. Dregið var í sveitir og voru vegalengdir á hverjum spretti aðlagaðar reynslu og getu skíðafólksins, enda var keppnin sjálf ekki aðal markmiðið, heldur einfaldlega að eiga saman skemmtilega stund á Seljalandsdal. Það er óhætt að segja að keppnistímabilið hafi farið frábærlega af stað hjá okkur, því alger sprenging varð í þátttöku í þessari boðgöngu. Hingað til hefur það þótt fín þátttaka að ná í 7-9 sveitir, en í þetta skiptið urðu þær hvorki fleiri né færri en 18, enda jaðraði oft við umferðarteppu á marksvæðinu. Öllum tókst þó að klára og að göngunni lokinni komu allir saman inni í skála og nutu veitinga af myndarlegu kökuhlaðborði sem þátttakendur sjálfir útbjuggu. Tímataka var ekki viðhöfð í þessu móti, en listi með röð sveitanna verður birtur hér á úrslitasíðunni á allra næstu dögum.

Styrktaraðilar