Mótaskrá 2020 - skíðaganga

Mótaskrá 2020 - skíðaganga

2. desember 2019 Daniel Jakobsson

Mótaskrá fyrir 2020 er komin inn. 

Heimamót
Búið er að setja saman [mótaskrá ]fyrir veturinn sem sjá má hér að neðan.
Það eru bara tvær helgar sem eru heimamót á auk Fossavatnsgöngunnar. 18. janúar verður Vestfjarðarmót og svo verður 3ja daga opið mót 31-2. febrúar sem við ætlum að bjóða hinum félögunum á samhliða bikarmóti sem við höldum. Okkar eigin Andrés.
 
Miðvikudagsmót
Annars ætlum við að hafa mót síðasta miðvikudag í hverjum mánuði nema núna í des. þá verður mótið 11. des ef það verður kominn snjór. Við viljum hvetja alla til að vera með í þeim mótum. Bæði börn og foreldra. Þetta verður óformlegt og skemmtilegt.
 
Ferðir - félagsferð í Strandagönguna 7. febrúar
Svo munum við að sjálfsögðu fara með hóp á öll bikarmót, UMÍ, SMÍ og Andrésar andarleikana og einnig er fyrirhugað að fara í dagsferð í Strandagönguna á Hólmavík 7.febrúar.
Endilega skráið þessar dagsetningar hjá ykkur.

Styrktaraðilar