Ný stjórn strax tekin til starfa

Ný stjórn strax tekin til starfa

30. maí 2023 SFI

Eins og fram hefur komið var kosin ný stjórn SFÍ á dögunum. Stjórnin saman stendur af fólki með mikla reynslu úr íþróttahreyfingunni í blandi við nýliðun. Þegar kom að því að mynda stjórn var ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við efla þetta rótgróna félag sem verður 90 ára á næsta ári. Til marks um það eru aðilar í stjórn sem eiga ekki börn í skíðafélaginu og aðilar sem eru einungis með börn í HSV íþróttaskólanum. Allt eru þetta aðilar sem er annt um félagið og vilja byggja upp skíðaíþróttina.

Markmið nýrrar stjórnar er að reisa við fjárhaginn og efla allt faglegt starf innan félagsins. Þá er það eitt helsta markmið okkar að byggja upp öfluga liðsheild meðal allra barna sem æfa skíði og foreldra þeirra því það á að vera gaman að æfa skíði og það á að vera gaman að eiga barn sem æfir skíði.

Til að reka svona íþróttafélag erum við háð styrkjum frá fyrirtækjum og Ísafjarðarbæ,  við erum fjáröflunum og síðast en ekki síst erum við háð vinnuframlagi foreldra og aðstandenda. Sérstök styrkjanefnd er að störfum og vinnur hörðum höndum að því að afla styrkja til að tryggja rekstrargrundvöll félagsins. Jafnframt er sérstök fjáröflunarnefnd sem heldur utan um allar fjáraflanir félagsins.

Okkur hlakkar mikið til að starfa með ykkur að uppbyggingunni og vonumst til að sem flestir stökkvi á uppbyggingarvagninn með okkur.

Hafir þú e-ar ábendingar um hvað þarf að bæta, hvaða fjáraflanir væri áhugavert að fara í og ef þú hefur áhuga á að styrkja félagið eða bara hvað sem er þá endilega sendu okkur póst á snjor@snjor.is

 

Stjórn SFÍ

 

Styrktaraðilar