Púkamót Íslandsbanka á skíðum

Púkamót Íslandsbanka á skíðum

6. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Púkamót Íslandsbanka á skíðum verður haldið næstkomandi laugardag. Keppt verður bæði í göngu og í alpagreinum. Mótið er fyrir Íþróttaskóla HSV og iðkendur Skíðafélagsins upp að 13 ára aldri. Allt verður mótið með léttu yfirbragði, leikjabrautir og sprell. Keppni hefst í alpagreinum í Tungudal kl 11.00 fyrir börn í Íþróttaskóla og kl 13.00 fyrir eldri krakka. Á Seljalandsdal mun gangan hefjast kl. 12.00.

 

Að móti loknu mun Íslandsbanki bjóða öllum þátttakendum frítt í bíó.

Styrktaraðilar