SFÍ gangan

SFÍ gangan

10. febrúar 2015 Heimir Hansson

Stefnt er að því að halda fyrsta skíðagöngumót vetrarins hér á Ísafirði á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, en þá er SFÍ gangan á dagskránni. Mótið er ætlað öllum aldursflokkum og verður gengið með hefðbundinni aðferð. Stefnt er að því að hefja leik kl. 18:00 og er fólk beðið að mæta tímanlega til að ganga frá skráningu og fá keppnisnúmer. Yngstu aldursflokkarnir verða kláraðir fyrst. 

 

ATH: Þegar þetta er skrifað er veðurspá nokkuð óhagstæð fyrir keppnisdaginn, þar sem gert er ráð fyrir mjög miklum kulda, hugsanlega meiri en leyfilegt er að keppa í. Fólk er þvi beðið að fylgjast með á vefmiðlum og í símsvaranum 878-1512.

Styrktaraðilar