SFÍ gangan á miðvikudag

SFÍ gangan á miðvikudag

28. janúar 2014 Heimir Hansson

SFÍ gangan fer fram á miðvikudaginn kemur, 29. janúar. Keppt verður með hefðbundinni aðferð í öllum aldursflokkum. Mótið hefst kl. 18:00 og verða aldursflokkar 11 ára og yngri kláraðir fyrst. Strax þar á eftir klárum við flokka 12- 15 ára og loks 16 ára og eldri. Skráning fer fram á staðnum og er fólk beðið að mæta tímanlega.

 

Aldursflokkar og vegalengdir verða sem hér segir:

 

7 ára og yngri      (u.þ.b. 600 m)

8-9 ára                (u.þ.b. 800 m)

10-11 ára             (1,5 km)

12-13 ára             (2,5 km)

14-15 ára             (3,75 km)

16-17 ára             (7,5 km)

18-34 ára             (7,5 km)

35-49 ára             (7,5 km)

50+                     (7,5 km)

 

ATH að ekki er viðhöfð tímataka í flokkum 9 ára og yngri, þ.e.a.s. hjá krökkum í íþróttaskóla HSV.

Styrktaraðilar