SFÍ göngunni seinkað um sólarhring

SFÍ göngunni seinkað um sólarhring

9. febrúar 2016 Heimir Hansson

SFÍ göngunni, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið seinkað til kl. 18 á morgun.  Það er hátt í 7 stiga frost á Dalnum í dag, nokkur gustur og slær upp í 20 metra í hviðum.  Þessu fylgir auðvitað skafrenningur og lítið skemmtilegar aðstæður til að keppa í. Spáin fyrir miðvikudaginn er hins vegar mjög fín og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og vera með.  Og munið endilega eftir kökunum!

Styrktaraðilar