SMÍ 2013: Fyrstu úrslit dagsins

SMÍ 2013: Fyrstu úrslit dagsins

6. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
þá liggja fyrir úrslit úr fyrri ferðinni hjá konum og körlum í stórsvigi. Keppni hefur gengið vel og munaði sekúndubrotum á milli keppenda. Mikil ánægja er með brautina sem þykir bæði krefjandi og skemmtileg, enda koma keppendur í mark niðri við skíðaskálann þar sem þau fá mikla hvatningu síðustu metrana.
Úrslitin eftir fyrri ferð eru eftirfarandi:
Stórsvig kvenna
1. Freydís Halla Einarsdóttir 1:22.59 – Skíðaráð Reykjavíkur
2. María Guðmundsdóttir 1:23.23 - Skíðafélag Akureyrar
3. Helga María Vilhjálmsdóttir 1:23.64 – Skíðaráð Reykjarvík

 

Stórsvig karla

1. Einar Kristinn Kristinsson 1:21.62 - Skíðafélag Akureyrar
2. Sturla Snær Snorrason 1:21.99 – Skíðaráð Reykjavíkur
3. Jakob Helgi Bjarnason 1:22.00 - Skíðafélag Dalvíkur

 

Þá er keppni í 10 km hefðbundinni göngu pilta 17-19 ára lokið. 

Þar fóru leikar svo:

1. Ragnar G. Sigurgeirsson, 00:40:47 - Skíðafélag Akureyrar
2. Guðmundur S. Bjarnason, 00:41:39 - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Sindri Freyr Kristinsson, 00:42:13 - Skíðafélag Akureyrar

 

Þá var rétt í þessu að ljúka keppni í 5 km hefðbundinni göngu kvenna 17 ára og eldri sem fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga sigruðu með glæsibrag en alls tóku níu konur þátt í keppninni. Þar voru úrslitin þessi:

1. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 00:20:51 - Skíðafélag Ísfirðinga
2. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, 00:21:10 - Skíðafélag Ísfirðinga 
3. Katrín Árnadóttir, 00:21:15 - Skíðafélag Ísfirðinga

 

Þá er aðeins eftir seinni ferðin í stórsviginu sem er að hefjast rétt í þessum rituðu orðum, sem og 10 km ganga karla 20 ára og eldri með hefðbundinni aðferð. 

 

Myndir frá keppni dagsins og endanleg úrslit í stórsvigi og 10 km göngu karla verða birt hér á vefnum fljótlega eftir hádegi.

Styrktaraðilar