SMÍ 2013: Restin af úrslitum dagsins

SMÍ 2013: Restin af úrslitum dagsins

6. apríl 2013 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Þá er keppni lokið á Skíðamóti Íslands í dag. Keppt var á gönguskíðum með hefðbundinni aðferð og í stórsvigi. Var vel látið af aðstæðum í dag, utan að menn voru sammála um að töluvert kaldara var í fjallinu heldur en hefur verið síðustu daga. 

 

Hér má sjá úrslit í 10 km göngu karla 20 ára og eldri með hefðbundinni aðferð. Keppnin var æsispennandi og munaði rétt tæpri mínútu á fyrstu mönnum. 

 

Keppnin fór svo:

1. Sævar Birgisson, 00:31:50 - Skíðafélag Ólafsfjarðar

2. Brynjar Leó Kristinsson, 00:32:47 - Skíðafélag Akureyrar
3. Vadim Gusev, 00:33:56 - Skíðafélag Akureyrar 

 

Frekari úrslit í göngukeppni Skíðamóts Íslands má svo nálgast inn á www.timataka.net sem er ný lifandi tímatökusíða sem hefur verið í smíðum fyrir Fossavatnsgönguna og verður hægt að fyltjast með keppni í þeirri göngu á þessari sömu síðu þann 4. maí næstkomandi.

 

Úrslit ligga einnig fyrir í göngutvíkeppninni en þar voru úrslitin eftirfarandi:

Göngutvíkeppni, frjáls aðferð + hefðbundin aðferð

Piltar 17-19 ára

1. Ragnar H. Sigurgeirsson, Skíðafélag Akureyrar

2. Hákon Jónsson, Skíðafélag Ísfirðinga

3. Sindri Freyr Kristjánsson, Skíðafélag Akureyrar

 

Konur 17 ára og eldri

1. Stella Hjaltadóttir, Skíðafélag Ísfirðinga

2. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, Skíðafélag Ísfirðinga

3. Jónína Kristjánsdóttir, Skíðafélag Ólafsfjarðar

 

Karlar 20 ára og eldri

1. Brynjar Leó Kristinsson, Skíðafélag Akureyrar

2. Sævar Birgisson, Skíðafélag Ólafsfjarðar

3. Kristbjörn R. Sigurjónsson, Skíðafélag Ísfirðinga

 

Úrstlit liggja einnig fyrir í stórsvigskeppni dagsins.

Stórsvig kvenna

1. María Guðmundsdóttir, 2:41.76, SKA

2. Freydís Halla Einarsdóttir, 2:41.88, Skíðaráð Reykjavíkur

3. Helga María Vilhjálmsdóttir, 2:41.98, Skíðaráð Reykjavíkur

 

1. Einar Kristinn Kristgeirsson, 2.35.38, 

2. Sturla Snær Snorrason, SR, 2.37.77

3. Sigurgeir Halldórsson, SKA, 2.38.55
Í dag mun svo fara fram verðlaunaafhending í þeim keppnisgreinum sem lokið er í Edinborgarhúsinu kl. 17.00.

Styrktaraðilar