Samstarfssamningur við Íslandsbanka

Samstarfssamningur við Íslandsbanka

31. janúar 2014 Heimir Hansson
Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Á dögunum undirrituðu Skíðafélag Ísfirðinga og Íslandsbanki samning um áframhaldandi samstarf við uppbyggingu og eflingu skíðaíþróttarinnar í sveitarfélaginu. Íslandsbanki hefur um árabil verið helsti stuðningsaðili félagsins og með undirrituninni var staðfest að þetta farsæla samstarf mun halda áfram a.m.k. næstu tvö árin. 

 

Viðstödd undirritunina voru þau Hallgrímur Magnús Sigurjónsson og Freygerður Ólafsdóttir frá Íslandsbanka og þær Jóhanna Oddsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir frá SFÍ.

Styrktaraðilar